„Snýst um hagsmuni þjóðarinnar“

Guðlaugur Þór telur að menn séu nú enn einbeittari í …
Guðlaugur Þór telur að menn séu nú enn einbeittari í því að ráðast í aðgerðir í orkumálum. mbl.is/Brynjólfur Löve

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, tel­ur það bæði eðli­legt og góðar frétt­ir að for­sæt­is­ráðuneyt­inu verði nú stýrt af Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins. 

Guðlaug­ur seg­ir að áhersla nýrr­ar rík­is­stjórn­ar á orku­mál, út­lend­inga­mál og efna­hags­mál snú­ist um hags­muni þjóðar­inn­ar. 

„Við erum stærsti flokk­ur­inn í þessu stjórn­ar­sam­starfi og því finnst mér það mjög rök­rétt – þegar for­sæt­is­ráðherra stíg­ur frá – að Bjarni Bene­dikts­son taki við,“ seg­ir Guðlaug­ur í sam­tali við mbl.is.

Skilj­an­legt að halda sam­starf­inu áfram

Á meðan viðræðum um nýja rík­is­stjórn stóð voru ein­hverj­ir þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins sem vildu nýta tæki­færið og mynda rík­is­stjórn án aðkomu Vinstri grænna, að því er heim­ild­ir mbl.is herma.

Spurður hvort að áfram­hald­andi sam­starf hafi verið far­sælli lend­ing seg­ir Guðlaug­ur:

„Það var ákveðið í upp­hafi kjör­tíma­bils að fara í sam­starf þess­ara þriggja flokka og það var líka vitað hvar þeir lágu í póli­tík, Vinstri græn­ir þá og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Það að breyta því með mjög skömm­um fyr­ir­vara þegar lítið er eft­ir af kjör­tíma­bil­inu er mjög snúið. Þannig þetta er ekki sama staða og var uppi í upp­hafi kjör­tíma­bils og það ligg­ur al­veg fyr­ir að menn höfðu lít­inn tíma, bæði til þess að vinna þessa hluti og sömu­leiðis að þá er lítið eft­ir af kjör­tíma­bil­inu. Þannig það er mjög skilj­an­legt að for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins hafi sest niður með þeim flokk­um sem við erum með í rík­is­stjórn,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Nauðsyn­legt að ná ár­angri sem fyrst

Á blaðamanna­fundi fyrr í dag kom fram að meðal áherslna nýrr­ar rík­is­stjórn­ar væru efna­hags­mál­in, orku­mál­in og út­lend­inga­mál­in.

Kom Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bet­ur úr þess­um samn­ingaviðræðum sem áttu sér stað?

„Staðreynd­in er bara að þessi mál, öll þrjú, eru mál sem við verðum að ná ár­angri í eins hratt og mögu­legt er. Það skipt­ir engu máli hvaða stjórn­mála­afl það er, þetta snýst um hags­muni þjóðar­inn­ar,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Ekki verið vak­andi í mál­efn­um hæl­is­leit­enda

Hann seg­ir al­gjört grund­vall­ar­atriði vera að ná niður verðbólgu og vöxt­um í land­inu til að tryggja stöðug­leika og vel­sæld í land­inu.

„Það er löngu orðið ljóst að við höf­um ekki verið vak­andi þegar kem­ur að mál­efn­um sem tengj­ast hæl­is­leit­end­um, ekki nægi­lega. Þó svo að margt hafi verið gert gott á þessu kjör­tíma­bili þá verðum við virki­lega að vera ein­beitt í því að snúa af þeirri braut. Þegar kem­ur að orku­mál­um þá erum við að horfa upp á kyrr­stöðu og mjög lítið gert í 15-20 ár. Við höf­um gert meira núna á tveim­ur árum held­ur en var gert ára­tug­um á und­an.

En það breyt­ir engu ef við klár­um ekki þau frum­varp sem liggja fyr­ir þing­inu – búin að liggja lengi – og höld­um áfram að vinna að viðbragðsáætl­un þegar kem­ur að þeim mál­um, þá lend­um við í veru­leg­um vand­ræðum. Það hef­ur ekk­ert að gera með annað en heil­brigða skyn­semi að leggja áherslu á þessa mála­flokka,“ seg­ir Guðlaug­ur.

Ein­beitt­ari í því að ráðast í orku­mál­in

Hann von­ast til þess að hægt verði að klára frum­vörp sem hann hef­ur lagt fyr­ir þingið um sam­ein­ingu stofn­ana sem og annarra frum­varpa sem miða að því að koma á skýr­ari leik­regl­um á raf­orku­markaði og auknu gagn­sæi.

„Þannig ég lít svo á að menn séu ein­beitt­ari í því að klára þessi mál,“ seg­ir hann.

mbl.is