Svandís verður innviðaráðherra og Bjarkey matvælaráðherra

Ný ríkisstjórn kynnt í Hörpu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri …
Ný ríkisstjórn kynnt í Hörpu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra og þingmaður Vinstri grænna, verður innviðaráðherra í nýrri rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæðis­flokki.

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, tek­ur við mat­vælaráðuneyt­inu af Svandísi.

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, formaður flokks­ins, mun áfram gegna embætti fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra.

Gæti elt Svandísi á milli ráðuneyta

Eins og mbl.is greindi frá í gær þá hef­ur van­traust­stil­laga á hend­ur Svandísi, sem enn er mat­vælaráðherra, verið lögð fyr­ir Alþingi.

Þetta staðfest­i Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins.

„Van­traust­stil­lag­an hef­ur verið skráð inn. Spurn­ing­in er bara hversu hratt Svandís hleyp­ur úr ráðuneyt­inu til að losna við hana,“ seg­ir Inga í sam­tali við mbl.is.


„En stóra spurn­ing­in er hvort ég muni elta hana á milli ráðuneyta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina