Svissneska ríkið sakfellt í loftslagsmáli

Fulltrúar og lögmenn málanna þriggja sem dómstóllinn tók fyrir vegna …
Fulltrúar og lögmenn málanna þriggja sem dómstóllinn tók fyrir vegna loftslagsvandans í Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun. AFP/Frederick Florin

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu, MDE, hef­ur úr­sk­urðað að Sviss hafi ekki gert nægi­lega mikið til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um.

Þetta er fyrsti dóm­ur­inn af þess­um toga sem dóm­stóll­inn fell­ir gegn heilli þjóð.

Sam­tök eldri kvenna í Sviss sem höfðu áhyggj­ur af af­leiðing­um hlýn­un­ar jarðar höfðuðu mál og sögðu sviss­nesk stjórn­völd ekki gera nægi­lega mikið til að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um.

Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg, önnur frá vinstri, fyrir utan Mannréttindadómstól …
Sænski aðgerðasinn­inn Greta Thun­berg, önn­ur frá vinstri, fyr­ir utan Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu. AFP/​Frederick Flor­in

Fram kem­ur í dóm­in­um að sviss­neska ríkið hafi brotið gegn átt­undu grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu þar sem tryggður er „rétt­ur til að virða einka- og fjöl­skyldu­líf”.

Dóm­stól­inn vísaði aft­ur á móti frá tveim­ur öðrum mál­um sem sner­ust um stefnu rík­is­stjórna þegar kem­ur að lofts­lags­vand­an­um.

Annað þeirra var mál sex Portú­gala, 12 til 24 ára, gegn 32 ríkj­um um að þau hefðu ekki gripið til nægi­legra ráðstaf­ana gegn vand­an­um.

Í hinu mál­inu hafnaði dóm­stóll­inn kröfu fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóra í Frakklandi um að aðgerðal­eysi franska rík­is­ins gæti haft í för með sér að bær­inn hans lenti und­ir sjó.

Fram kom í dóm­in­um að maður­inn væri ekki fórn­ar­lamb í mál­inu vegna þess að hann væri flutt­ur til Brus­sel, höfuðborg­ar Belg­íu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina