Var tilbúinn í forsætisráðuneytið

Sigurðu Ingi Jóhannsson.
Sigurðu Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, nýr fjár­málaráðherra, seg­ir aðspurður ekki hægt að tala um að það hafi staðið tæpt að rík­is­stjórn­in myndi halda áfram.

„Hins veg­ar var mjög mik­il­vægt að flokk­arn­ir sett­ust niður. Við notuðum aðeins tæki­færið til að spyrja okk­ur að því hvað við get­um gert bet­ur,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Hann seg­ir að fyr­ir vikið sé það hans trú að hægt verði að koma sam­heldn­ari og sterk­ari til leiks.

Gátu nýst sam­fé­lag­in best með þess­ari út­komu 

Var vilji hjá þér til þess að vera for­sæt­is­ráðherra?

„Það var að sjálf­sögðu vilji. Hins veg­ar var það mat okk­ar sem voru í þess­um viðræðum að þessi skipt­ing myndi verða lík­leg­ust og best til að gera sam­starfið traust­ara og betra. Með þess­um hætti er hug­mynd­in að við get­um nýst sam­fé­lag­inu bet­ur en með ann­arri út­komu. En ég hefði að sjálf­sögðu verið til­bú­inn að axla þá ábyrgð,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, …
Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, formaður Vinstri grænna, Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Verk­efn­in ráði för varðandi næstu kosn­ing­ar

Hann seg­ir að ekk­ert hafi verið rætt um að flýta kosn­ing­um. Verk­efn­in framund­an ráði för. „Ef það geng­ur vel að klára þessi verk­efni í vor og haust þá sjá­um við til hvernig staðan verður þá.“

Þá bend­ir hann á að búið sé að boða verk­efni sem tek­in verða fyr­ir í haust. „Það þarf líka tíma og því þurf­um við kannski að nota all­an tím­ann til þess,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Hann seg­ist koma bratt­ur inn í fjár­málaráðuneytið. Bend­ir hann jafn­framt á að hann hafi verið í rík­is­fjár­mála­nefnd meira og minna frá ár­inu 2016.

Hann viður­kenn­ir eft­ir­sjá eft­ir innviðaráðuneyt­inu. Margt þurfi að klára þar og að hann hefði gjarn­an viljað vera kom­inn lengra með sum þeirra verk­efna.

„Við erum enn með of háa verðólgu en við trú­um því að það sem við mun­um birta í fjár­mála­áætl­un­inni muni hjálpa til,“ seg­ir Sig­urður Ingi.

mbl.is