Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra bindur vonir við að ný ríkisstjórn muni áfram vinna af festu og áræðni í útlendingamálum.
Þetta sagði ráðherrann fyrir utan Bessastaði í kvöld en þar stendur nú yfir ríkisráðsfundur. Að honum loknum hefst nýr ríkisráðsfundur þar sem Bjarni Benediktsson tekur við embætti forsætisráðherra.
Spurð hvort samstaða muni nást í þeim efnum segir Guðrún:
„Það hefur gengið vel að vinna að þeim málum vetur. Við náðum góðri lendingu í ríkisstjórninni um heildræna sýn í þessum málaflokki og við munum vinna áfram eftir henni. Svo ég er vongóð um það.“
Telurðu þetta auka líkur á því að frumvarp um lokað búsetuúrræði fari í gegn í haust?
„Ég bind vonir við að við munum vinna áfram af festu og áræðni í þessum málaflokki.“