Vongóð um samstöðu í útlendingamálum

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra bind­ur von­ir við að ný rík­is­stjórn muni áfram vinna af festu og áræðni í út­lend­inga­mál­um.

Þetta sagði ráðherr­ann fyr­ir utan Bessastaði í kvöld en þar stend­ur nú yfir rík­is­ráðsfund­ur. Að hon­um lokn­um hefst nýr rík­is­ráðsfund­ur þar sem Bjarni Bene­dikts­son tek­ur við embætti for­sæt­is­ráðherra.

„Náðum góðri lend­ingu“

Spurð hvort samstaða muni nást í þeim efn­um seg­ir Guðrún:

„Það hef­ur gengið vel að vinna að þeim mál­um vet­ur. Við náðum góðri lend­ingu í rík­is­stjórn­inni um heild­ræna sýn í þess­um mála­flokki og við mun­um vinna áfram eft­ir henni. Svo ég er vongóð um það.“

Tel­urðu þetta auka lík­ur á því að frum­varp um lokað bú­setu­úr­ræði fari í gegn í haust?

„Ég bind von­ir við að við mun­um vinna áfram af festu og áræðni í þess­um mála­flokki.“

mbl.is