Allir frambjóðendur úr sama landsfjórðungi

Bessastaðir.
Bessastaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

All­ir þeirra rúm­lega 70 for­setafram­bjóðenda sem hafa stofnað und­ir­skrifta­söfn­un á Is­land.is eru með lög­heim­ili í sama lands­fjórðungi, eða Sunn­lend­inga­fjórðungi.

Þetta má sjá í gegn­um Mín­ar síður á vefsíðunni.

Þrír fjórðung­ar eiga eng­an full­trúa

Ef horft er til lög­heim­il­is­ins eiga íbú­ar hinna þriggja lands­fjórðung­anna, eða Vest­f­irðinga­fjórðungs, Norðlend­inga­fjórðungs og Aust­f­irðinga­fjórðungs því eng­an full­trúa í und­ir­skrifta­söfn­un­inni.

Hver fram­bjóðandi þarf að skila inn 1.500 til 3.000 meðmæl­um, skipt eft­ir lands­fjórðung­um. Fjöldi meðmæla í hverj­um fjórðungi skipt­ist svona:

  • Sunn­lend­inga­fjórðung­ur: 1.233 til 2.465.
  • Vest­f­irðinga­fjórðung­ur: 56 til 112.
  • Norðlend­inga­fjórðung­ur:157 til 314.
  • Aust­f­irðinga­fjórðung­ur: 54 til 109.

Lands­kjör­stjórn mun taka við fram­boðstil­kynn­ing­um 26. apríl og þann 2. maí verður aug­lýst hver eru í fram­boði.

mbl.is