Allir þeirra rúmlega 70 forsetaframbjóðenda sem hafa stofnað undirskriftasöfnun á Island.is eru með lögheimili í sama landsfjórðungi, eða Sunnlendingafjórðungi.
Þetta má sjá í gegnum Mínar síður á vefsíðunni.
Ef horft er til lögheimilisins eiga íbúar hinna þriggja landsfjórðunganna, eða Vestfirðingafjórðungs, Norðlendingafjórðungs og Austfirðingafjórðungs því engan fulltrúa í undirskriftasöfnuninni.
Hver frambjóðandi þarf að skila inn 1.500 til 3.000 meðmælum, skipt eftir landsfjórðungum. Fjöldi meðmæla í hverjum fjórðungi skiptist svona:
Landskjörstjórn mun taka við framboðstilkynningum 26. apríl og þann 2. maí verður auglýst hver eru í framboði.