Ávarpar þjóðina vegna „straumhvarfa“ í dag

Ástþór Magnússon ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld.
Ástþór Magnússon ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ástþór Magnús­son for­setafram­bjóðandi ætl­ar að flytja ávarp fyr­ir þjóðina í kvöld klukk­an 20. 

„Vegna þeirra straum­hvarfa og breyt­inga sem hafa átt sér stað í dag varðandi for­seta­kosn­ing­ar mun ég ávarpa þjóðina í kvöld kl. 20:00,“ seg­ir í til­kynn­ingu Ástþórs. 

Ekki er ljóst hvaða breyt­ing­ar Ástþór er að vísa í. Í skrif­legu svari til mbl.is hafði Ástþór áður full­yrt að hann væri bú­inn að ná lág­marks­fjölda meðmæl­anda til að telj­ast kjörgeng­ur. 

Hægt er að horfa á ávarp hans á nuna.is.

mbl.is