Eftirsjá að fjármálaráðuneytinu

Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir við lyklaskiptin.
Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir við lyklaskiptin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir er nú aft­ur tek­in við sem ut­an­rík­is­ráðherra eft­ir um sex mánaða fjar­veru. Hún seg­ist hlakka til að hefja störf á nýju og von­ast til að vera landi og þjóð til sóma. 

Hún seg­ir erfitt að skilja við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið eft­ir svona stutt­an tíma. Mörg verk­efni séu ókláruð og hún hafi verið rétt að byrja. 

Þór­dís tek­ur við af Bjarna Bene­dikts­syni for­sæt­is­ráðherra. „Ég veit að þú kem­ur hingað og verður eins og fisk­ur í vatni í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu,“ sagði Bjarni við Þór­dísi við lykla­skipt­in og óskaði henni góðs geng­is.

Ábyrgð Íslands að sinna mála­flokkn­um af sóma

Þór­dís seg­ir gott að vera kom­in aft­ur í ut­an­rík­is­mál­in. Þá þekki hún mála­flokk­inn og helstu viðfangs­efn­in vel. Hún seg­ir viðfangs­efn­in ekki hafa verið eins mik­il­væg í marga ára­tugi, allt frá síðari heims­styrj­öld.

 „Það er ábyrgðar­hluti að Ísland, sem sjálf­stætt og full­valda ríki, sinni því ekki bara af sóma held­ur líka af ábyrgð og al­vöru, festu og yf­ir­vegu,“ seg­ir Þór­dís. 

Þrátt fyr­ir að ein­ung­is sé hálft ár síðan hún kvaddi ut­an­rík­is­ráðuneytið seg­ir hún alþjóðamál­in vera á verri stað. Það sé meiri spenna og ógn við að staðan í heim­in­um verði verri áður en hún verði betri. 

Frá lyklaskiptum í fjármálaráðuneytinu í morgun.
Frá lykla­skipt­um í fjár­málaráðuneyt­inu í morg­un. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Rétt að byrja í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu

Þór­dís seg­ir erfitt að fara úr fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu eft­ir svona stutt­an tíma. Hún sé nú að kveðja embættið eft­ir hálft ár, sem hún hélt að yrðu að minnsta kosti tvö ár. 

Hún hafi gengið inn í stór verk­efni sem fylgja embætt­inu eins og fjár­lög­in, sem þá voru í þing­inu, og vinnu að fjár­mála­áætl­un og aðkomu rík­is­ins að kjara­samn­ing­um. 

Kveðst hún hafa verið til­bú­in að tak­ast á við þau stóru mál, eins og aðgerðir á Reykja­nesskaga og í Grinda­vík. 

„Ofan í þau mál sem ég vildi setja á dag­skrá, sem eru ekki þessi mest áríðandi mál held­ur eru mik­il­væg. Auðvitað er eft­ir­sjá að því að vera búin að und­ir­búa slík mál. Ég vildi skilja eft­ir mig mjög skýr spor.“

Eft­ir­sjá sé að því en hún myndi ekki vilja hafa það neitt öðru­vísi. 

„Al­veg sama hvað þú ert að gera, ef þú nálg­ast verk­efnið þannig að þú legg­ir þig alla fram og þú gef­ur þig alla í það verk­efni þá er eðli­legt að það sé eft­ir­sjá þegar þú svo ferð, sér­stak­lega þegar það er skemmri tími en þú ætlaðir þér.“

Skipt­ir máli hver sit­ur í hvaða stól

Bjarni Bene­dikts­son formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur nú tekið við sem for­sæt­is­ráðherra. Sjálf var Þór­dís orðuð við for­sæt­is­ráðherra­stól­inn. Spurð út í það seg­ir Þór­dís gott að vita til þess að rík­is­stjórn­in sé leidd und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Þá seg­ir hún eðli­legt að flokk­ur­inn hafi tekið við stóln­um þar sem hann er stærsti þing­flokk­ur­inn á Alþingi. 

„Nú er bara að láta verk­in tala og sýna þann ár­ang­ur sem við höf­um lofað.“

Mörg verk­efni eru fram und­an hjá rík­is­stjórn­inni og nefn­ir Þór­dís sér­stak­lega rík­is­fjár­mál­in, orku­mál­in og út­lend­inga­mál­in. 

„Það eru þessi verk­efni sem skipta máli. Auðvitað skipt­ir máli hver sit­ur í hvaða stól og hvaða hug­mynda­fræði verður ofan á.“

mbl.is