Hjarta hennar slær um allt land

Siguður Ingi afhendir Svandísi lyklana að innviðaráðuneytinu.
Siguður Ingi afhendir Svandísi lyklana að innviðaráðuneytinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, frá­far­andi innviðaráðherra, seg­ist treysta Svandísi Svavars­dótt­ur mjög vel fyr­ir innviðaráðuneyt­inu.

Hann af­henti henni lykl­ana að ráðuneyt­inu fyrr í morg­un. Sjálf­ur er Sig­urður Ingi að taka við fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu.

Svandís og Sigurður Ingi að loknum lyklaskiptunum.
Svandís og Sig­urður Ingi að lokn­um lykla­skipt­un­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Svandís þurfi tíma

Að lokn­um lykla­skipt­un­um í morg­un sagði hann Svandísi vera gaml­an borg­ar­full­trúa og því þekkti hún vel til sveit­ar­stjórn­ar­mála. Hann sagði mörg stór verk­efni hafa verið á borði ráðuneyt­is­ins eins og hús­næðismál, sam­göngu­mál og sam­göngusátt­mál­ann.

„Ég veit að þó að hún sé alin upp í borg þá slær hjarta henn­ar líka um allt land þannig að ég treysti henni mjög vel til þess­ara verka,” sagði Sig­urður Ingi.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ein­hverj­ar áherslu­breyt­ing­ar

Spurður hvort hann bú­ist við breyt­ing­um í ráðuneyt­inu sagði hann Svandísi þurfa tíma til að setja sig inn í stefnu­mörk­un­ina.

„Við höf­um verið mjög dug­leg í þessu ráðuneyti að móta lang­tíma­stefn­ur og sækja þær síðan til Alþing­is. Ég veit að hún mun halda áfram á þeirri góðu braut í samtarfi við þá stefnu sem er samþykkt á Alþingi. En auðvitað er það þannig að þegar það kem­ur nýtt fólk þá eru ein­hverj­ar áherslu­breyt­ing­ar sem tengj­ast per­sónu fólks,” svaraði hann.

mbl.is