Jón nýtir síðu Besta flokksins í framboðinu

Jón Gnarr býður sig fram til forseta í komandi forsetakosningum.
Jón Gnarr býður sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Glögg­ir Face­book-not­end­ur hafa tekið eft­ir því að Jón Gn­arr, sem býður sig fram til for­seta, hef­ur breytt Face­booksíðu Besta flokks­ins í stuðnings­síðu fyr­ir fram­boð sitt.

Síðan hef­ur legið í lág­inni um nokk­urt skeið enda Besti flokk­ur­inn ekki leng­ur val­kost­ur í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um.

Síðan er með 15 þúsund fylgj­end­ur og því ekki ósenni­legt að þar megi finna mögu­lega stuðnings­menn Jóns í kom­andi for­seta­kosn­ing­um. 

Jón mæl­ist í þriðja sæti 

Besti flokk­ur­inn var hug­ar­fóst­ur Jóns sjálfs á sín­um tíma og komst hann í meiri­hluta í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um árið 2010. Sett­ist Jón í kjöl­farið í stól borg­ar­stjóra og sinnti því hlut­verki til árs­ins 2014. 

Í ný­legri skoðana­könn­un frá Maskínu mæl­ist Jón með tæp­lega 20% fylgi, sem er þriðja mesta fylgið á eft­ir þeim Katrínu Jak­obs­dótt­ur og Baldri Þór­halls­syni. 

mbl.is