Ríflega tíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna

Bjarni Benediktsson er nýr forsætisráðherra Íslands.
Bjarni Benediktsson er nýr forsætisráðherra Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að minnsta kosti tíu þúsund Íslend­ing­ar styðja ekki Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráðherra.

Þegar þetta er skrifað hafa ríf­lega tíu þúsund manns skrifað nafn sitt und­ir lista á Ísland.is sem ber yf­ir­skrift­ina: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðning sem for­sæt­is­ráðherra.

Ekki fylgja nein­ar kröf­ur með und­ir­skrifta­söfn­un­inni og virðist því vera um að ræða yf­ir­lýs­ingu frek­ar en ein­hvers kon­ar kröfu­gerð. 

Vísað til óvin­sælda Bjarna

Í lýs­ingu sem fylg­ir und­ir­skriftal­ist­an­um er vísað til óvin­sælda Bjarna sam­kvæmt skoðana­könn­un sem gerð var á veg­um Maskínu und­ir lok síðasta árs.

Ábyrgðarmaður und­ir­skriftal­ist­ans er Eva Lín Vil­hjálms­dótt­ir, sam­skipta­stjóri.

Upp­fært:

mbl.is