Sex þúsund bæst við á þremur klukkustundum

Bjarni tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu í morgun.
Bjarni tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nöfn­um á und­ir­skriftal­ista gegn Bjarna Bene­dikts­syni, nýj­um for­sæt­is­ráðherra, fjölg­ar ört á is­land.is.

Hafa nú ríf­lega sex­tán þúsund manns skrifað und­ir list­ann sem ber yf­ir­skrift­ina: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðning sem for­sæt­is­ráðherra.

Þegar mbl.is greindi frá list­an­um upp úr klukk­an ell­efu höfðu rétt ríf­lega 10 þúsund manns skrifað und­ir. Á þrem­ur klukku­stund­um hef­ur und­ir­skrift­un­um því fjölgað um sex þúsund.

mbl.is