Trúlofaður ungu kærustunni í miðju skilnaðarferli

John Paulson og Alina de Almeida eru sögð vera trúlofuð.
John Paulson og Alina de Almeida eru sögð vera trúlofuð. Samsett mynd

Millj­arðamær­ing­ur­inn John Paul­son er sagður vera trú­lofaður nær­ing­ar­ráðgjaf­an­um Al­inu de Al­meida þrátt fyr­ir að vera enn í bitru skilnaðarferli við fyrr­ver­andi eig­in­konu sína til 21 árs, Jenny Paul­son. 

Í sept­em­ber 2021 var greint frá því að Paul­son hefði sótt um skilnað frá fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni og væri þegar kom­inn með nýja kær­ustu. Þá er fyrr­ver­andi eig­in­kona hans sögð hafa frétt af því að Paul­son hefði sótt um skilnað frá henni í fjöl­miðlum.

Harðar deil­ur um auðævi fyrr­ver­andi hjón­anna

Fyrr­ver­andi hjón­in eiga tvær dæt­ur sam­an og gerðu ekki kaup­mála fyr­ir brúðkaup sitt, en Paul­son hagnaðist mikið á ár­un­um fyr­ir hrun og eru auðævi hans met­in á 4,7 millj­arða banda­ríkja­dala. Eins og bú­ist var við hafa deil­urn­ar um auðævi fyrr­ver­andi hjón­anna því verið harðar. 

Þrátt fyr­ir erfitt skilnaðarferli virðist ást­in blómstra hjá Paul­son og Al­meida, en þó nokk­ur ald­urs­mun­ur er á par­inu. Paul­son er 68 ára gam­all á meðan Al­meida er 35 ára og því 32 ár sem skilja þau að í aldri. 

„John og Al­ina hafa verið sam­an í tvö og hálft ár. Þau eru mjög ham­ingju­söm sam­an og hafa trú­lofað sig,“ sagði heim­ildamaður Page Six

mbl.is