Umdeildur ráðherrakapall lagður á borðið

Sigurður Ingi Jóhannsson er þriðji fjármálaráðherrann á þessu kjörtímabili.
Sigurður Ingi Jóhannsson er þriðji fjármálaráðherrann á þessu kjörtímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um­deild­ur ráðherrakap­all var lagður á borð lands­manna í morg­un er ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna tóku við og af­hentu lykla ráðuneyta.

Fimm ráðuneyti fengu „nýj­an“ ráðherra í morg­un, þar af einn sem ekki hef­ur gegnt embætti ráðherra áður. 

Ráðherrakap­all­inn, sem fór af stað vegna for­dæma­lauss for­setafram­boðs Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hef­ur lagst mis­vel í land­ann sem og stjórn­ar­and­stöðuna.

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins, kveðst íhuga van­traust­stil­lögu á rík­is­stjórn­ina í heild sinni eða Bjarna Bene­dikts­son, nýj­an for­sæt­is­ráðherra. Þá var van­traust­stil­laga á hend­ur Svandísi Svavars­dótt­ur innviðaráðherra lögð fyr­ir Alþingi, þegar hún var mat­vælaráðherra. 

Þá hafa á vel ann­an tug þúsunda lýst því yfir að þeir styðji ekki Bjarna í embætti for­sæt­is­ráðherra á Ísland.is.

Bjarni for­sæt­is­ráðherra á ný

Lykla­af­hend­ing hófst klukk­an níu í morg­un í Stjórn­ar­ráðinu, sem hýs­ir skrif­stofu for­sæt­is­ráðherra, þar sem Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók við lykl­um Katrín­ar. 

Þetta er í annað skiptið á hálfu ári sem Bjarni tek­ur við nýju ráðherra­embætti en hann sagði af sér í októ­ber sem fjár­málaráðherra í kjöl­far álits umboðsmanns Alþing­is um söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.

Í álit­inu kom fram að Bjarna hefði, að mati umboðsmanns, brostið hæfi er hann samþykkti til­lögu Banka­sýslu rík­is­ins um söl­una á 22,5% hlut í Íslands­bank­ana. 

Þegar þetta er ritað hafa þegar 14 þúsund Íslend­ing­ar sett nafn sitt á und­ir­skriftal­ista á Ísland.is sem ber yf­ir­skrift­ina: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðning sem for­sæt­is­ráðherra.

Fjölg­ar und­ir­skrift­un­um ört.

Bjarni tekur við forsætisráðuneytinu af Katrínu.
Bjarni tek­ur við for­sæt­is­ráðuneyt­inu af Katrínu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Þess má geta að þetta er í annað skiptið sem Bjarni gegn­ir embætti for­sæt­is­ráðherra Íslands en hann gegndi því embætti einnig þegar Björt Framtíð, Viðreisn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mynduðu sam­an rík­is­stjórn í kjöl­far alþing­is­kosn­ing­anna árið 2016.

Björt framtíð sleit stjórn­ar­sam­starf­inu í sept­em­ber árið 2017 vegna „al­var­legs trúnaðarbrests“ eins og fram kom í til­kynn­ingu flokks­ins.

Þriðji fjár­málaráðherr­ann á kjör­tíma­bil­inu

Klukk­an hálf­tíu í morg­un var för­inni svo heitið í fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið.

Þar tók Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi innviðaráðherra, við lykl­un­um af Þór­dísi Kol­brúnu R. Gylfa­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Sig­urður Ingi er þriðji fjár­málaráðherra Íslands á þessu kjör­tíma­bili en eins og rifjað var upp hér að ofan lét Bjarni af embætt­inu í októ­ber og átti þá stóla­skipti við Þór­dísi Kol­brúnu sem gegndi áður embætti ut­an­rík­is­ráðherra.

Sigurður Ingi er nýr fjármálaráðherra.
Sig­urður Ingi er nýr fjár­málaráðherra. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Nýr ráðherra­stóll Svandís­ar

Klukk­an tíu var komið að lykla­skipt­um í innviðaráðuneyt­inu. Sig­urður Ingi af­henti þar Svandísi Svavars­dótt­ur lykl­ana.

Svandís læt­ur af embætti sjáv­ar­út­vegs- og mat­vælaráðherra.

Eins og áður kom fram var lögð fram van­traust­stil­laga gegn henni vegna lög­brots er hún bannaði veiðar á langreyðum síðasta sum­ar.

Svandís tekur við innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga.
Svandís tek­ur við innviðaráðuneyt­inu af Sig­urði Inga. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Snú­in aft­ur

Klukk­an hálfell­efu tók Þór­dís Kol­brún aft­ur við lykl­un­um að ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu. Embætt­inu sem henni var falið að sinna í kjöl­far kosn­ing­anna árið 2021.

Skil­ur hún við fjár­málaráðuneytið eft­ir hálft ár í starfi.

Þórdís snýr aftur í utanríkisráðuneytið.
Þór­dís snýr aft­ur í ut­an­rík­is­ráðuneytið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Nýr ráðherra tek­ur við lykl­um

Klukk­an ell­efu var nýr ráðherra kynnt­ur til leiks í mat­vælaráðuneyt­inu, Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs.

Bjarkey tók við lykl­un­um af sam­flokks­konu sinni Svandísi, sem eins og áður sagði braut lög er hún gegndi embætt­inu en er nú tek­in við nýj­um ráðherra­stóli.

Bjarkey Olsen tekur við lyklunum af Svandísi.
Bjarkey Ol­sen tek­ur við lykl­un­um af Svandísi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is