Útgerðaraðili sviptur leyfi þrisvar á þremur árum

Fiskistofa hefur svipt útgerðaraðila veiðileyfi í þrígang í kjölfar drónaeftirlits.
Fiskistofa hefur svipt útgerðaraðila veiðileyfi í þrígang í kjölfar drónaeftirlits. mbl.is/RAX

Útgerðaraðili var í síðasta mánuði svipt­ur veiðileyfi í tvígang og hef­ur viðkom­andi nú verið svipt­ur veiðileyfi þris­var á jafn mörg­um árum. Ástæðan er í öll­um skipt­um brott­kast og hef­ur út­gerðin sam­an­lagt verið svipt veiðileyfi í 35 daga, en ákv­arðanir Fiksi­stofu ná til tveggja ólíkra báta.

Fyrst var bát­ur­inn Gamm­ur II SK-120 svipt­ur veiðileyfi með ákvörðun Fiski­stofu frá 29. sept­em­ber 2022. Eft­ir­lits­menn stofn­un­ar­inn­ar sáu með hjálp eft­ir­lits­dróna að skip­verji kastaði fimmtán þorsk­um og ein­um stein­bít sem feng­ust í grá­sleppu­net­in fyr­ir borð.

Í ákvörðun Fiski­stofu er full­yrt að um sé að ræða al­var­leg brot sem fram­kvæmd eru af ásetn­ingi. Var því Gamm­ur II SK-120 svipt­ur leyfi til veiða í at­vinnu­skyni í fjór­tán daga frá upp­hafs­degi grá­sleppu­veiða vertíðar­inn­ar 2023.

Svipt­ing í viku vegna þriggja fiska

Sjö­unda mars síðastliðinn var sami út­gerðaraðili svipt­ur um veiðileyfi á ný og var það einnig tengt brott­kasti við grá­sleppu­veiðar, en þá á bátn­um Kalda SK-121.

Fylgd­ust efti­r­its­menn Fiski­stofu með veiðum Kalda SK-121 með dróna 18. apríl 2023 og sást til skip­stjór­ans kasta flat­fiski fyr­ir borð og ýta tveim­ur þorsk­um út um len­sport, að því er fram kem­ur í ákvörðun Fiski­stofu.

Tel­ur Fiski­stofa brot­in ámæl­is­verð, en vegna ít­rek­un­ar­áhrifa fyr­ir veiðileyf­is­svipt­ing­ar var út­gerðaraðil­inn svipt­ur veiðileyfi í sjö daga frá og með út­gáfu frá og með út­gáfu næsta leyf­is til grá­sleppu­veiða bundið við um­rædd­an bát.

Aðeins tveir ufs­ar

Þriðja ákvörðunin um veiðileyf­is­svipt­ingu er frá 26. mars og snýr málið að því að kastað var tveim­ur ufs­um sem komu í veiðarfæri Gamms II SK-121 þegar bát­ur­inn var á strand­veiðum 22. júní á síðasta ári.

Fiski­stofa met­ur í ákvörðun sinni brotið sem minni­hátt­ar, en vegna ít­rek­un­ar­áhrifa fyrri brota er bát­ur­inn svipt­ur leyfi til veiða í 14 daga frá og með út­gáfu frá og með gildis­töku næsta strand­veiðileyf­is sem út­hlutað er til báts­ins.

mbl.is