Vefur Ástþórs hrundi klukkan 20

Netþjónn fyrir vef Ástþórs, nuna.is, þoldi ekki álagið.
Netþjónn fyrir vef Ástþórs, nuna.is, þoldi ekki álagið. mbl.is/Golli

Netþjónn vefs Ástþórs Magnús­son­ar for­setafram­bjóðanda, nuna.is, hrundi upp úr klukk­an átta í kvöld. 

Ástþór hafði gefið út til­kynn­ingu um að hann hygðist birta ávarp á nuna.is klukk­an 20 en net­verj­ar áttu erfitt með að fara inn á vefsíðuna hans. 

„Það hrundi hjá okk­ur netþjónn­inn, það er verið að laga þetta,“ seg­ir Ástþór í sam­tali við mbl.is. 

Hann seg­ir að þess megi vænta að ávarpið verði komið inn á vefsíðuna á næsta klukku­tíma, eða fyr­ir klukk­an 22.

Illa gekk að fara inn á vefsíðuna nuna.is til að …
Illa gekk að fara inn á vefsíðuna nuna.is til að sjá ávarp Ástþórs. Skjá­skot/​nuna.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina