Ætla að smíða tvö ný fiskiskip

Hönnun nýs 29 metra togbáts fyrir Vinnslustöðina er komin langt …
Hönnun nýs 29 metra togbáts fyrir Vinnslustöðina er komin langt á leið. Útgerðin hyggst láta smíða tvo nýja báta sem munu leysa af hólmi Kap VE og Drangavík VE. Mynd/Skipasýn

Nú stend­ur yfir hönn­un tveggja nýrra fiski­skipa fyr­ir Vinnslu­stöðina í Vest­manna­eyj­um en til stend­ur að ný­smíðin leysi af hólmi nóta- og neta­bát­inn Kap VE og tog­bát­inn Dranga­vík VE. Um er að ræða um­fangs­mikla fjár­fest­ingu sem hleyp­ur á millj­örðum króna að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son (Binni), fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið hönn­un­ina langt komna með annað sjóf­arið sem gert er ráð fyr­ir að verði 29 metra tog­bát­ur.

„Við erum með hug­mynd­ir um að í þess­um bát verði lest þar sem allt er sjálf­virkni­vætt og að þar verði eng­inn starf­andi, öll vinna verði bara uppi á milli­dekki. Þetta kall­ar á mikið skipu­lag því allt er þetta tak­markað af lengd og breidd báts­ins. Sem gam­all sjó­ari finnst mér mjög gam­an að taka þátt í þessu, en þetta er mjög flókið.“

Þá sé áhersla lögð á hag­kvæmni og spar­neytni.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, segir áherslu lagða á hagkvæmni í …
Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, Binni, seg­ir áherslu lagða á hag­kvæmni í hönn­un tveggja ný­smíða fyr­ir út­gerðina. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son.

Spurður um hinn bát­inn viður­kenn­ir Binni að hönn­un­in sé skemmra kom­in en þar er um að ræða 40 metra tog­bát sem gæti stundað neta­veiðar sam­hliða. „Þá vær­um við að tala um bát sem er svipaður Brynj­ólfi, sem við lögðum fyr­ir 2 árum. Vinnslu­stöðin er eina stærri út­gerðin sem stund­ar neta­veiðar.“

Ein af áskor­un­un­um er að hanna bát til þess­ara sér­hæfðu veiða sem á að geta sinnt verk­efn­inu í 15 til 20 ár og að hann upp­fylli kröf­ur til annarra veiða þannig að bát­ur­inn verði sölu­væn­leg­ur að tíma­bil­inu loknu.

Fjörtíu metra nýsmíði Vinnslustöðvarinnar verður búinn til tog- og netaveiða.
Fjör­tíu metra ný­smíði Vinnslu­stöðvar­inn­ar verður bú­inn til tog- og neta­veiða. Mynd/​Skipa­sýn

Lesa má viðtalið við Binna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: