Ásdís Rán nafngreindi þekktan leikara sem reyndi við hana

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Skjáskot/Instagram

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyr­ir­sæta, mætti í hlaðvarpsþátt Ólafs Jó­hanns, Óli á Hjóli, á dög­un­um og svaraði nokkr­um for­vitni­leg­um spurn­ing­um.

Stjórn­mál og mál­efni líðandi stund­ar voru ekki á meðal umræðuefna en Ásdís Rán opnaði sig meðal ann­ars um búl­görsku mafíuna og fræga menn sem hafa reynt við hana. 

Ólaf­ur Jó­hann birti brot úr spjalli þeirra á TikT­ok-reikn­ingi sín­um í gær­dag. Í mynd­brot­inu nafn­grein­ir Ásdís Rán fræg­ustu Hollywood-leik­ar­ana sem hafa sýnt henni áhuga, en meðal þeirra eru stór­stjörn­urn­ar Bruce Will­is og Chris Hemsworth.

Ásdís Rán sagði frá því þegar stór­leik­ar­inn Bruce Will­is bað hana um síma­núm­er. Hún var stödd í Warner Brot­h­ers-kvik­mynda­ver­inu í Burbank í Kali­forn­íu.

„Hann labbaði í átt­ina að mér og byrjaði að daðra við mig á fullu. Hann bauð mér í partí en ég fór ekki,“ viður­kenndi hún. Ásdís Rán seg­ist hafa frosið við að sjá Will­is en leik­ar­inn var í miklu upp­á­haldi hjá henni á þess­um tíma. 

mbl.is