Baldur og Felix fengu lítinn nafna

Lambið hlaut nafnið „Balix“ höfuðið á Baldri og eiginmanni hans, …
Lambið hlaut nafnið „Balix“ höfuðið á Baldri og eiginmanni hans, Felix Bergssyni. Ljósmynd/Facebook

Í Gunn­bjarn­ar­holti á Suður­landi ákvað lítið lamb að koma í heim­inn í dag og fékk um leið að hitta for­setafram­bjóðand­ann Bald­ur Þór­halls­son. 

Lambið hlaut nafnið „Balix“ höfuðið á Baldri og eig­in­manni hans, Fel­ix Bergs­syni. 

„Þetta litla ljós kom í heim­inn í Gunn­bjarn­ar­holti fyrr í dag, í þann mund sem við geng­um í bæ­inn. Við sát­um þá og snædd­um há­deg­is­verð á Land­stólpa ör­stutt frá og gát­um ekki setið hjá,“ seg­ir í færslu Bald­urs á face­book. 

Baldur með nafna sínum.
Bald­ur með nafna sín­um. Ljós­mynd/​Face­book
mbl.is