Óbreytt ráðgjöf rækju við Snæfellsnes

Ekki verður heimilt að veiða meira en 375 tonn af …
Ekki verður heimilt að veiða meira en 375 tonn af rækju út af Snæfellsnesi á þessu ári og því næsta. mbl.is/Alfons

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur í sam­ræmi við varúðarsjón­ar­mið að afli á svæðinu við Snæ­fells­nes verði ekki meiri en 375 tonn á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári sem og því næsta, að því er seg­ir í ráðgjaf­ar­skjali sem birt var á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag.

Þar seg­ir að ráðgjöf­in nái til tíma­bil­anna 1. maí 2023 til 15. mars 2024 og 1. maí 2024 til 15. mars 2025, en tekið er fram að ráðgjöf­in sé er fram­leng­ing á ráðgjöf­inni sem var veitt í apríl á síðasta ári fyr­ir tíma­bilið 1. maí 2023 til 15. mars 2024.

„Lítið fékkst af þorski en mjög mikið fékkst af ýsu í stofn­mæl­ingu rækju við Snæ­fells­nes árið 2023. Skylda er að nota fiskiskilju við veiðarn­ar og er brott­kast fisks talið óveru­legt,“ seg­ir í ráðgjöf­inni.

mbl.is