Tónlist Swift snýr aftur á TikTok

Svo virðist sem að Universal og TikTok hafi gert sérstakan …
Svo virðist sem að Universal og TikTok hafi gert sérstakan samning við Taylor Swift. AFP

Lög banda­rísku popp­stjörn­unn­ar Tayl­or Swift eru aft­ur orðin aðgengi­leg not­end­um á TikT­ok eft­ir lang­an ágrein­ing milli sam­fé­lags­miðils­ins og Uni­versal Music Group.

Lög popp­stjörn­unn­ar voru meðal þeirra sem voru tek­in af TikT­ok í fe­brú­ar, þar sem sam­fé­lags­miðill­inn kín­verski og Uni­versal, sem er eitt stærsta tón­list­ar­fyr­ir­tæki heims, end­ur­nýjuðu ekki samn­ing sem rann út 31. janú­ar. Variety grein­ir frá.

Uni­versal sakaði TikT­ok um að reyna að kúga fyr­ir­tækið til þess að skrifa und­ir samn­ing sem væri minna virði en fyrri samn­ing­ur þeirra. Auk þess hélt fyr­ir­tækið því fram að TikT­ok vildi ekki taka á áhyggj­um er varða gervi­greind og einka­rétt­ar­brot.

Sam­fé­lags­miðill­inn sagði tón­listar­fyr­ir­tækið fara með rangt mál.

Virðast hafa gert sér­samn­ing við Swift

Svo virðist sem að Uni­versal og TikT­ok hafi náð sér­stök­um samn­ingi við Swift, sem á sjálf rétt­ind­in að tón­list­inni sinni þó Uni­versal gefi hana út.

Frá og með deg­in­um í dag er fjöldi laga eft­ir Swift aðgengi­leg TikT­ok-not­end­um til að setja inn í mynd­bönd sín. Þar á meðal eru smell­ir á borð við You Belong With Me, Lover, Car­dig­an, Cru­el Sum­mer og fleiri til.

Þó TikT­ok hafi fjar­lægt tónlist Uni­versal af miðlin­um spretta enn upp lög eft­ir tón­list­ar­menn Uni­versal í mynd­bönd­um, þar á meðal lög eft­ir Ariönu Grande og Camilu Ca­bello. Lík­legt þykir að lög­in séu sett inn af aðdá­end­um en grun­ur leik­ur einnig á að full­trú­ar sumra lista­mann­anna séu að bæta lög­un­um aft­ur inn á miðil­inn.

mbl.is