Unnið hörðum höndum í nýjum Hákoni

Nýr Hákon ÞH ætlar að verða stórmyndarlegt uppsjávarskip. Skipið er …
Nýr Hákon ÞH ætlar að verða stórmyndarlegt uppsjávarskip. Skipið er smíðað fyrir Gjögur. Ljósmynd/Karstensens Skibsværft A/S

Danska skipa­smíðastöðin Kar­sten­sens Skibsværft A/​S birti á dög­un­um mynd­ir af þrem­ur upp­sjáv­ar­skip­um sem hafa verið í smíðum hjá stöðinni og mátti sjá stór­mynd­ar­leg ný­smíði Gjög­urs, nýj­an Há­kon ÞH. Stóð skipið milli tveggja upp­sjáv­ar­skipa sem smíðuð eru fyr­ir Fær­ey­inga, nýr Finn­ur Fríði og nýtt Høga­berg.

Há­kon var sjó­sett­ur í Póllandi í októ­ber og hef­ur í vet­ur verið unnið hörðum hönd­um um borð, en nokkuð er í að skipið verði klárt til af­hend­ing­ar.

Há­kon ÞH er 75,4 metra að lengd, 16,5 metra að breidd og eru brútt­ót­onn­in 2.900. Skipið mun geta hýst 15 manna áhöfn.

Um borð er 5.200 kW aðal­vél frá Wartsila tengd d4000mm gír frá sama fram­leiðanda. Þá eru tvær Ca­terpill­ar ljósvél­ar af gerðinni C32 sem gef­ur 940 kWe og C18 sem gef­ur 550 kWe. Vind­ur og kran­ar eru frá Sea Qu­est og frysti­kerfi frá Fri­oN­ordica.

F.v. eru skipin Høgaberg, Hákon og Finnur Fríði.
F.v. eru skip­in Høga­berg, Há­kon og Finn­ur Fríði. Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Mikið verk er enn óunnið en vinnunni miðar áfram.
Mikið verk er enn óunnið en vinn­unni miðar áfram. Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Allt þarf að eiga sinn stað.
Allt þarf að eiga sinn stað. Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Það getur verið flókið að koma öllu á sinn stað.
Það get­ur verið flókið að koma öllu á sinn stað. Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S
Ljós­mynd/​Kar­sten­sens Skibsværft A/​S










mbl.is