„Bara eitthvað kusk sem snertir mig ekki“

Andlit Steinunnar Ólínu er notað í auglýsingunum.
Andlit Steinunnar Ólínu er notað í auglýsingunum.

Engu lík­ara er en að einn for­setafram­bjóðenda, Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir leik­kona, hafi ákveðið að söðla um og aug­lýsa óskil­greinda vöru sem lof­ar þyngd­artapi.

Þegar bet­ur er að gáð má aft­ur á móti sjá að for­setafram­bjóðand­inn virðist fórn­ar­lamb gervi­greind­ar sem not­ar and­lit þekkt fólks til að reyna að gabba fólk til að kaupa sná­ka­ol­íu á net­inu.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir. Ljós­mynd/Þ​jóðleik­húsið

Vin­ir og vanda­menn höfðu áhyggj­ur

Stein­unn seg­ist aðspurð eng­ar áhyggj­ur hafa af þessu en fjöl­marg­ir vel­viljaðir vin­ir og vanda­menn hafi bent henni á þetta.

„Þetta trufl­ar mig bara ekki neitt. Ég held að all­ir sjái að þetta er eitt­hvað gervi­greind­ar­dæmi og not­ast er við google translate þannig að þetta er á ein­hverju mjög dul­ar­fullu máli. Því er þetta bara eitt­hvað kusk sem snert­ir mig ekki,“ seg­ir Stein­unn Ólína.

Hún seg­ir þetta til marks um það hvernig heim­ur­inn er orðinn og best sé að hugsa með sjálf­um sér að þetta skipti ekki máli.

Hún seg­ir að skila­boðin skipti tug­um sem hún fékk í gær.

„Þetta var frá fólki sem vill mér vel og hafði af þessu áhyggj­ur. En ég held að hver ein­asta heil­vita mann­eskja sjái í gegn­um þetta,“ seg­ir Stein­unn Ólína.

Þyngd fólks utan áhuga­sviðs Stein­unn­ar

„Kannski er bara best að líta á þetta sem ókeyp­is aug­lýs­ingu fyr­ir mig. Ef ein­hver hef­ur verið að gera mér óleik þá hef­ur það í það minnsta mis­heppn­ast,“ seg­ir Stein­unn Ólína í gam­an­söm­um tón.

„Ef ein­hver hef­ur áhyggj­ur af því hvað ég er þung þá get ég sagt frá því að ég hef ekki stigið á vigt í marga mánuði. Þyngd fólks er utan míns áhuga­sviðs.“

mbl.is