Hundraða milljóna tap vegna orkuskerðinga

Nú hillir undir að bygging Hvammsvirkjunar geti hafist.
Nú hillir undir að bygging Hvammsvirkjunar geti hafist. Ljósmynd/Landsvirkjun

Tekjutap Lands­virkj­un­ar (LV) vegna skerðinga á af­hend­ingu raf­orku til viðskipta­vina sinna frá því í lok síðasta árs nem­ur hundruðum millj­óna króna. Blönd­u­lón hef­ur sögu­lega aldrei staðið jafn lágt á þess­um tíma og staðan á öðrum lón­um er álíka slæm.

Nú hef­ur Lands­virkj­un neyðst til að skerða af­hend­ingu raf­orku leng­ur en von­ast hafði verið til og er ástæðan fá­dæma lé­legt vatns­ár og að gengið hafi hratt á uppistöðulón fyr­ir­tæk­is­ins. Ekki er út­lit fyr­ir að staðan batni fyrr en hlýna tek­ur og vor­leys­ing­ar hefjast, með vax­andi inn­rennsli á vatna­sviðum Lands­virkj­un­ar.

„Þetta er áfram­hald á því sem höf­um áður til­kynnt. Við höfðum til­kynnt að skerðing­arn­ar á Suðvest­ur­landi giltu út apríl og út maí á Norðaust­ur­landi. Nú verður þetta fram­lengt sunn­an­lands út maí og fram í miðjan júní norðaust­an­lands,“ seg­ir Val­ur Ægis­son, for­stöðumaður viðskipt­a­stýr­ing­ar hjá Lands­virkj­un, við mbl.is.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: