Katrín afsalar sér biðlaunum fram á kjördag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, hef­ur af­salað sér biðlaun­um fram til 1. júní þegar for­seta­kosn­ing­ar verða haldn­ar.

Katrín seg­ir að hún hafi sest yfir málið eft­ir að hún ákvað að bjóða sig fram og hafi í sam­vinnu við for­sæt­is­ráðuneytið fundið þessa lausn á mál­inu. 

„Ég tók þetta til skoðunar eft­ir að ég til­kynnti mitt fram­boð og kynnti mér hvernig þessi mál virka og ræddi við ráðuneytið. Niðurstaðan var sú að ég myndi af­sala mér rétt­ind­um til 1. júní,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is.

Get­ur ekki sótt laun­in síðar 

Katrín hef­ur rétt á sex mánaða biðlaun­um. Spurð hvort henni hafi verið heim­ilt að af­sala sér rétt­ind­um sem op­in­ber starfsmaður þá seg­ir hún að hún hafi fengið heim­ild til þess sam­kvæmt minn­is­blaði for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins. 

Enn frem­ur kveðst hún ekki geta frestað biðlaun­un­um þannig að hún geti sótt þau síðar. 

„Ég ákvað að gera þetta svona þegar þessi umræða um aðstöðumun kom upp. Hún er auðvitað marg­brot­in en mér fannst þetta hrein­leg­ast,“ seg­ir Katrín.

Sérðu fyr­ir þér að kosn­inga­bar­átt­an verði kostnaðar­söm?

„Það má safna pen­ing­um eft­ir viss­um regl­um og við fylgj­um þeim eins og aðrir fram­bjóðend­ur,“ seg­ir Katrín. 

mbl.is