Ný ríkisstjórn tifandi tímasprengja og tryllt tilþrif Brynjars

Hanna Katrín Friðriksson, Elliði Vignisson, Brynjar Níelsson og Kolbrún Bergþórsdóttir …
Hanna Katrín Friðriksson, Elliði Vignisson, Brynjar Níelsson og Kolbrún Bergþórsdóttir eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Staðan í póli­tík­inni og ný­myndað stjórn­ar­sam­starf var til umræðu í nýj­asta þætti af Spurs­mál­um sem sýnd­ur var í beinu streymi fyrr í dag. Þau Hanna Katrín Friðriks­son, þing­flokks­formaður Viðreisn­ar, og Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss, mættu í settið og ræddu nýtt rík­is­stjórn­ar­sam­starf sem hlotið hef­ur tölu­verða gagn­rýni síðustu daga.

Mikið fjör færðist í leik­ana við yf­ir­ferð á helstu frétt­um vik­unn­ar. Brynj­ar Ní­els­son, lögmaður og fyrr­um þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mætti í settið ásamt Kol­brúnu Bergþórs­dótt­ur, blaðamanni og bóka­gagn­rýn­anda til að rýna fyr­ir­ferðarmestu frétt­ir í liðinni viku.

Upp­töku af þætt­in­um má nálg­ast í spil­ar­an­um hér að neðan, á Spotify eða Youtu­be og er hún öll­um aðgengi­leg.

Um­deilt stjórn­ar­sam­starf

Nýtt stjórn­ar­sam­starf hef­ur verið í há­mæli síðustu daga. Ný rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar var mynduð með hraði eft­ir að lausn­ar­beiðni Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur sem for­sæt­is­ráðherra var samþykkt.

Ákvörðun henn­ar um að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands reisti áfram­hald­andi rík­is­stjórn­ar­sam­starfi skorður, enda um for­dæma­laust uppá­tæki að ræða.

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar hafa lýst yfir óánægju sinni með nýtt stjórn­ar­sam­starf og telja marg­ir að það verði ekki lang­líft.

Brynj­ar bregður sér í hlut­verk Gísla Marteins

Brynj­ar Ní­els­son hef­ur einnig verið á allra vör­um í vik­unni sem senn er á enda. Er hann orðaður við að leysa sjón­varps­mann­inn Gísla Martein Bald­urs­son af hólmi sem lýs­andi í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva sem fram fer í Mal­mö í maí.

Í Spurs­mál­um brá Brynj­ar sér í hlut­verk Gísla Marteins og þreytti frum­raun sína sem Eurovisi­on-lýs­andi með glæsi­brag.

Nú er það í hönd­um þjóðar­inn­ar að skora á Rík­is­út­varpið að fá Brynj­ar til að lýsa keppn­inni í ár og vera eins kon­ar sam­ein­ing­ar­tákn alþýðunn­ar.

Sjálf­ur sagðist Brynj­ar bíða eft­ir sím­tal­inu frá Stefáni Ei­ríks­syni, út­varps­stjóra.

Fylgstu með fjör­ugri og af­drátt­ar­lausri umræðu í Spurs­mál­um alla föstu­daga kl. 14 hér á mbl.is.

mbl.is