Enn vantar eitt púsl í myndina

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Mig vant­ar enn eitt púsl inn í til að sjá hvernig þessi rík­is­stjórn er mynduð og hvernig þau ná sam­an. Og það er hvað breytt­ist hjá Vinstri-græn­um og Fram­sókn­ar­flokkn­um um sein­ustu helgi sem varð til þess að Bjarni Bene­dikts­son varð for­sæt­is­ráðherra.“

    Þannig kemst Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Ölfusi, að orði í Spurs­mál­um þegar hann spá­ir í kap­al­inn sem fór í gang í kjöl­far þess að Katrín Jak­obs­dótt­ir lýsti yfir for­setafram­boði og vék úr rík­is­stjórn­inni.

    Komi fram á næstu dög­um

    Þegar hann er spurður út í hvað hafi breytt stöðunni seg­ir hann: „Ég þekki það ekki en ég held að það púsl muni koma fram á næstu dög­um.“

    Þú seg­ir að það komi í ljós á næstu dög­um, eru ein­hverj­ar vend­ing­ar fram und­an?

    Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kynnti endurnýjað samstarf ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í …
    Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra kynnti end­ur­nýjað sam­starf rík­is­stjórn­ar­inn­ar á blaðamanna­fundi í Hörpu í liðinni viku með þeim Guðmundi Inga Guðbrands­syni fé­lags­málaráðherra og Sig­urði Inga Jó­hanns­syni fjár­málaráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

    „Ég er ekki að segja að það ger­ist, ég er að segja að ég eigi frek­ar von á því. Rykið er að falla af þessu. Við erum að sjá bæði stjórn­arþing­menn og leiðtoga rík­is­stjórn­ar­inn­ar koma fram og út­skýra sín mál. Ég eins og þið vænt­an­lega hef horft á leiðtoga þess­ara þriggja flokka koma fram. Það eyk­ur ekki til­trú mína á að þessi rík­is­stjórn verði lang­líf. Ég sé hana ekki sitja fram á haust miðað við það hvað mér finnst mik­ill mun­ur á því hvernig leiðtog­arn­ir tala.“

    Elliði tel­ur þrátt fyr­ir þetta að Bjarni hafi styrkt stöðu sína með stjórn­ar­mynd­un. Hon­um hafi í raun tek­ist „hið ómögu­lega“.

    Viðtalið við Elliða í Spurs­mál­um, þar sem Hanna Katrín Friðriks­son er einnig gest­ur má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan:

    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:
    Nán­ar um málið
    í Morg­un­blaðinu
    Áskrif­end­ur:

    Bloggað um frétt­ina