Grafalvarlegt að Hvalur hf. bíði enn svara

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samsett mynd

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður verka­lýðsfé­lags Akra­ness, seg­ir það grafal­var­legt að Hval­ur hf. bíði enn eft­ir svör­um frá mat­vælaráðherra við um­sókn um leyfi til veiða á langreyðum.

Hann sak­ar Sjálf­stæðis­flokk­inn og Fram­sókn um að standa ekki vörð um at­vinnu­frelsi fyr­ir­tæk­is­ins.

Það eru litl­ar lík­ur á hval­veiðum í sum­ar ef svör fást ekki von bráðar, að sögn Hvals.

Vil­hjálm­ur seg­ir við mbl.is að nærsam­fé­lag­inu, auk fyr­ir­tækja sem þjón­usta hval­veiðifyr­ir­tækið, muni mikið um að þessi starf­semi fái að halda áfram í sum­ar, „svo ekki sé talað um mína fé­lags­menn sem hafa haft mjög góðar tekj­ur þegar vertíðin er að eiga sér stað, mánaðalaun sem nema yfir 2 millj­ón­um.“

3 millj­arðar á ári

„Þetta er grafal­var­legt mál í mín­um huga,“ seg­ir hann. „Það kom nú bara fram frá hag­stof­unni á dög­un­um að út­flutn­ings­verðmæti hvala­af­urða fyr­ir árið 2022 voru tæp­ir 3 millj­arðar.“

Því varp­ar verka­lýðsfor­ing­inn fram spurn­ingu til vald­hafa þjóðar­inn­ar: „Mun­ar ís­lenskri þjóð ekki um út­flutn­ings­tekj­ur sem nem­ur 3 millj­örðum króna?“

Sjálf­stæðis­menn og Fram­sókn standi ekki sína plikt

Þá bein­ir Vil­hjálm­ur spjót­um sín­um að Sjálf­stæðis­flokkn­um og Fram­sókn:

„Það er með ólík­ind­um að flokk­ar sem kenna sig við frelsi skuli ekki stand vörð um grund­vall­ar laga­grein í stjórn­ar­skránni sem er at­vinnu­frelsi fyr­ir­tækja og ein­stak­linga.“

Hann held­ur áfram:

„Það ligg­ur fyr­ir að báðir þess­ir flokk­ar hafa verið fylgj­andi því að við nýt­um okk­ar auðlind­ir, nýt­um hvala­af­urðir að höfðu sam­ráði við veiðiráðgjöf frá haf­rann­sókn­ar­stofn­um. Því er það með ólík­ind­um að þess­ir tveir flokk­ar skuli ekki hafa tryggt það með af­ger­andi hætti í nýj­um mál­efna­samn­ingi að veiðarn­ar myndu hefjast.“

Hval­ur að falla á tíma

Kristján Lofts­son sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að hann væri að falla á tíma. Vil­hjálm­ur seg­ist vita það fyr­ir víst að Hval­ur hf. var byrjaður í byrj­un apríl í fyrra að ráða til sín starfs­fólk, en Kristján seg­ist ekki geta gengið í mannaráðning­ar fyrr en búið sé að samþykkja veiðileyfið.

„Nú er bara mik­il­vægt að stjórn­völd svari því með af­ger­andi hætti hvort þau ætli að upp­fylla lög og heim­ila veiðarn­ar eða ekki. Eða hvort menn ætli að halda áfram að ger­ast lög­brjót­ar og brjóta hér á grund­vall­ar­rétt­ind­um fyr­ir­tækja og ein­stak­linga til at­vinnu­sköp­un­ar,“ seg­ir Vil­hjálm­ur að síðustu.

Í fyrra­sum­ar setti Svandís Svavars­dótt­ir á tíma­bundið hval­veiðibann. Seinna komst umboðsmaður Alþing­is að þeirri niður­stöðu að bannið ætti sér ekki skýra stoð í lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina