Ísrael mun loka skólum víðs vegar um landið eftir hótanir yfirvalda í Íran að þau myndu hefna loftárásina sem hæfði sendiráð þeirra í Damaskus þann 1. apríl.
Skólum landsins verður lokað til tveggja daga frá og með morgundeginum. Talsmaður ísraelska hersins, Daniel Hagari, segir að verið sé að bregðast við hótunum frá Íran.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa metið það svo að raunveruleg ógn stafi af hótunum Írans og hafa heitið því að tryggja öryggi Ísraels.
Fyrr í dag lögðu Íranir hald á flutningaskip vegna meintra tengsla við Ísrael. Yfirvöld í Bandaríkjunum sögðu ódæðið vera gróft brot á alþjóðalögum og sjórán.