Útséð um hvalveiðar í sumar

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eins og staðan er núna er útséð um að hval­veiðar verði í sum­ar,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið, en fyr­ir­tækið bíður enn eft­ir svör­um frá mat­vælaráðherra við um­sókn um leyfi til veiða á langreyðum, sem send var ráðuneyt­inu 30. janú­ar sl.

„Það er aug­ljóst í mín­um huga að mat­vælaráðuneytið, und­ir for­ystu ráðherra Vinstri-grænna, skeyt­ir engu um niður­stöðu umboðsmanns Alþing­is og held­ur skipu­lega áfram í sinni veg­ferð að reyna að leggja at­vinnu­starf­sem­ina af, þótt hún bygg­ist á lög­um.

Þegar ekki er á vís­an að róa með út­gáfu starfs­leyf­is er ekki hægt að ganga í mannaráðning­ar og kaup á aðföng­um sem eru nauðsyn­leg for­senda þess að veiðar geti orðið, það seg­ir sig sjálft,“ seg­ir Kristján.

Starf­sem­in væri gerð óstarf­hæf

Hann nefn­ir og að um 50 dög­um eft­ir að um­sókn var send ráðuneyt­inu hafi ráðuneytið loks svarað með því að óska þess að Hval­ur upp­lýsti „hvort og þá hvernig um­sækj­andi full­næg­ir kröf­um“ til­tek­inna laga og reglu­gerða.

Jafn­framt kom fram í er­indi ráðuneyt­is­ins að til skoðunar væri að veita leyfi ein­göngu til eins árs í senn.

Hval­ur svaraði ráðuneyt­inu viku síðar, 21. mars, og benti m.a. á að fyr­ir­sjá­an­leiki væri afar mik­il­væg­ur þegar að allri fjár­fest­ingu kæmi, bæði í tækj­um, tól­um og mannafla, og að „með því að veita leyfi til eins árs í senn [væri] í reynd verið að leggja grunn að því að gera at­vinnu­starf­sem­ina óstarf­hæfa“.

Málið „í vinnslu“

Hval­ur sendi rík­is­lög­manni í janú­ar ósk um viðræður um skaðabæt­ur vegna hval­veiðibanns­ins síðasta sum­ar með þátt­töku verka­lýðsfé­laga og var því svarað mánuði síðar að málið væri „í vinnslu“.

„Ég átta mig ekki á hvernig það get­ur tekið 100 daga að bregðast við stuttu er­indi varðandi ósk um viðræður. Er­indið bygg­ist á áliti umboðsmanns sem mat­vælaráðherra kvaðst jú taka al­var­lega. Þetta er eins og starfs­leyf­is­um­sókn­in. Það er allt á sömu bók­ina lært,“ seg­ir Kristján.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: