Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hvetur alla aðila til stillingar, vegna árásar Írana á Ísrael.
„Ísland fordæmir árás Írans á Ísrael í gærkvöldi. Versnandi öryggi á svæðinu veldur alvarlegum áhyggjum. Við biðlum til allra aðila að sýna stillingu til þess að koma í veg fyrir frekari stigmögnun,“ segir Bjarni á X.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur þegar tilkynnt að Ísland fordæmi árásina.