Halla hrærð og vísar í íslensku gildin

Halla er hrærð eftir móttökurnar.
Halla er hrærð eftir móttökurnar. Ljósmynd/Aðsend

Halla Hrund Loga­dótt­ir for­setafram­bjóðandi er hrærð eft­ir að hús Máls og menn­ing­ar fyllt­ist fyrr í dag á opn­um fundi henn­ar.

„Ég er ótrú­lega hrærð eft­ir frá­bær­ar mót­tök­ur. Það var fullt hús af fólki og mik­il stemn­ing fyr­ir ferðalag­inu fram und­an,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún sé þakk­lát fyr­ir viðtök­urn­ar.

Halla flutti ræðu um það hvers vegna hún ákvað að bjóða sig fram og hver henn­ar sýn sé á hlut­verk for­set­ans í ís­lensku sam­fé­lagi og á alþjóðavett­vangi.

Ferðast um landið næstu vik­urn­ar

Halla kveðst ætla ferðast um landið næstu vik­urn­ar til að eiga sam­tal við fólkið í land­inu. Hún hvet­ur fólk á net­heim­um til að fylgja henni á sam­fé­lags­miðlum til að sjá hvar hún kem­ur við á næst­unni.

„Ég hef fundið svo skýrt á þeim fund­um sem við höf­um átt hversu sterk­ur sam­hljóm­ur er á meðal fólks um þau gildi sem við erum að tala fyr­ir - gildi þátt­töku og sam­vinnu. Það eru gild­in sem hafa byggt upp landið, sama hvort við erum að horfa á hita­veitu­væðing­una, jafn­rétt­is­bar­átt­una eða nátt­úru­vernd.“

Opinn fundur Höllu var vel sóttur.
Op­inn fund­ur Höllu var vel sótt­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Vor í lofti

Hún seg­ir að boðskap­ur­inn sem hún standi fyr­ir sér sá að lands­menn þurfi að vera sam­an í því að móta framtíðina.

„Við þurf­um að standa sam­an að framtíðinni, okk­ur má ekki standa á sama um hana. Tæki­fær­in eru svo sann­ar­lega okk­ar og það eru tæki­fær­in sem ég er svo spennt að ræða við lands­menn alls staðar að á næstu vik­um. Þannig þetta verður líf og fjör,“ seg­ir Halla.

Spurð hver lyk­ill­inn sé fyr­ir hana til að sigra þess­ar kosn­ing­ar seg­ir hún grund­vall­ar­atriði vera að hitta sem flesta og ná að hreyfa við hjört­um lands­manna. Hún kveðst ganga bjart­sýn inn í næstu vik­urn­ar.

„Það er vor í lofti og við för­um bjart­sýn inn í næstu vik­urn­ar og hlökk­um bara til.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina