Ekki orðinn þreyttur á vöfflukaffi

Baldur segir skemmtilega lýðræðisveilsu framundan.
Baldur segir skemmtilega lýðræðisveilsu framundan. Eggert Jóhannesson

„Við erum bún­ir að vera á ferðinni um landið núna í viku. Við erum bún­ir að þræða stór­hluta Suður­lands og erum kom­in á Aust­f­irði og við finn­um fyr­ir mikl­um meðbyr.“

Þetta seg­ir Bald­ur Þór­halls­son for­setafram­bjóðandi í sam­tali við mbl.is en hann mæld­ist með mest fylgi fram­bjóðenda til for­seta­kosn­inga í skoðana­könn­un Pró­sent fyr­ir Morg­un­blaðið, með 25,8 pró­sent fylgi.

„Þetta er nátt­úru­lega bara könn­un á þessu stigi í kosn­inga­bar­átt­unni og það er ennþá nokkuð í kosn­ing­ar,“ seg­ir Bald­ur innt­ur eft­ir viðbrögðum við könn­un­inni. Hann kveðst engu að síður hafa fundið fyr­ir mikl­um stuðningi og vilja meðal land­ans til að ræða kosn­inga­mál­in. 

Hann leggi sér­staka áherslu á að ræða for­seta­embættið sjálft á mál­efna­leg­um grunni og kveðst hafa fengið góðar und­ir­tekt­ir við sinni sýn á hvernig for­seti Íslands eigi að starfa.

Baldur á kúabúinu á Seljavöllum í Austur-Skaftafellssýslu.
Bald­ur á kúa­bú­inu á Selja­völl­um í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu. Ljós­mynd/​Aðsend

Skemmti­leg lýðræðis­veisla fram und­an

Bald­ur var stadd­ur í Nes­kaupstað er blaðamaður náði tali af hon­um og held­ur áfram á Reyðarfjörð seinni part dags­ins, en hann ferðast nú um landið ásamt föru­neyti sínu til að kynna sig fyr­ir landi og þjóð. 

„Á flest­um bæj­um erum við með vöfflukaffi og kosn­inga­fund og það er víðast hvar fullt út úr dyr­um og það er al­veg dá­sam­legt að upp­lifa þess­ar góðu viðtök­ur sem við fáum.“

Spurður hvort hann sé ekk­ert far­inn að þreyt­ast á vöffl­un­um svar­ar Bald­ur neit­andi og hlær,  það sé þvert á móti gam­an að halda vöfflukaffi í flest­um bæj­ar­fé­lög­um og kynn­ast fólki þar sem og á vinnu­stöðum, bónda­býl­um og stofn­un­um.

Aðspurður kveðst hann spennt­ur fyr­ir áfram­hald­andi kosn­inga­bar­áttu og að fá tæki­færi til þess að ræða kosn­inga­mál­efn­in við meðfram­bjóðend­ur sína. 

„Það er bara skemmti­leg lýðræðis­veisla fram und­an.“

mbl.is