Stórt svæði orðið eldi að bráð

Árið 2023 var það mann­skæðasta á þess­ari öld hvað varðar …
Árið 2023 var það mann­skæðasta á þess­ari öld hvað varðar gróðurelda. AFP/Yasin Akgul

Mikl­ir gróðureld­ar geisa nú í Valencia-héraði á Spáni. Talið er að eld­arn­ir hafi brot­ist út í kjöl­far óeðli­lega mik­ils hita á svæðinu síðustu daga. 

Eld­arn­ir hafa nú brunnið í gegn­um meira en 500 hekt­ara af landi og hafa 180 manns þurft að flýja heim­ili sín.

Upp­tök eld­ana voru í þorp­inu Tar­bena, sem er staðsett í rúm­lega 30 kíló­metra fjar­lægð frá strand­bæn­um Benidorm.

Óvenju hætt á svæðinu miðað við árs­tíma

Að sögn yf­ir­valda á svæðinu kviknuðu eld­arn­ir út frá litl­um elds­voða en mik­ill vind­ur og hiti á svæðinu olli því að hann breidd­ist hratt út. Þá er lít­ill raki í jörðinni eft­ir mik­inn þurrk á svæðinu. 

Sam­kvæmt viðbragðsaðilum eru eld­arn­ir enn virk­ir eft­ir erfiða nótt hjá slökkviliðsmönn­um. Átta þyrl­ur bár­ust við eld­ana í nótt ásamt ásamt slökkviliðsmönn­um og her­mönn­um frá neyðardeild spænska hers­ins, sem er kölluð til til að aðstoða við stærri elda.

Eld­arn­ir hóf­ust á sunnu­dag en þá mæld­ist hit­inn á svæðinu meira en 30 gráður, sem er óvenju hátt miðað við þenn­an tíma árs­ins. Óvenju háar hita­töl­ur mæld­ust víða á Spáni um helg­ina.

Árið 2022 brenndu um 500 skógar­eld­ar meira en 300 þúsund hekt­ara svæðis á Spáni. Það er met í Evr­ópu sam­kvæmt evr­ópska skógar­elda­upp­lýs­inga­kerf­inu (EFF­IS).

mbl.is