Brynjar vann veðmálið gegn Kolbrúnu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:28
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:28
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Í Spurs­mál­um upp­lýs­ir Kol­brún Bergþórs­dótt­ir, blaðamaður á Morg­un­blaðinu, að hún hafi tapað veðmáli gegn Brynj­ari Ní­els­syni, fyrr­um alþing­is­manni. Greiðir hún skuld sína í þætt­in­um.

Orðaskipt­in sem urðu í tengsl­um við af­hend­ingu for­láta rauðvíns­flösku fylgja hér á eft­ir:

Gleðst yfir því að tapa

„Ef ég vinn veðmálið þá fæ ég rauðvíns­flösku eða eitt­hvað. En ef ég tapa þá gleðst ég yfir því að hafa haft rangt fyr­ir mér.“

Á fólk að gleðjast yfir því að hafa rangt fyr­ir sér?

„Já. Ég var nefni­lega sann­færð um að hún myndi ekki fara í for­setafram­boð. Ég hélt hún væri svona ein­stæða móðirin með litla barnið sitt sem segði. Ég get ekki farið. Það er eng­inn til að sjá um þetta barn. En svo hef ég áttað mig á því að stund­um er það í lífi kvenna að þær verða bara að fara til að finna sjálfa sig.“

Rík­is­stjórn­in á upp­töku­heim­ili?

Nú er þetta barn komið á upp­töku­heim­ili hjá Bjarna Bene­dikts­syni.

„Já. En semsagt. Hérna er rauðvínið Brynj­ar minn. Það kostaði rúm­ar 4.000 krón­ur sem var upp­hæðin sem var samið um. Það eina er að þetta er mjög el­eg­ant rauðvín, sem pass­ar þér kannski ekki al­veg. En þú kannski gef­ur henni Soffíu með þér,“ seg­ir Kol­brún.

Brynj­ar bregst þá strax við og seg­ir: „Ég er nú að reyna að halda henni edrú.“

Kolbrún veðjaði við Brynjar í janúar og var hún þá …
Kol­brún veðjaði við Brynj­ar í janú­ar og var hún þá sann­færð um að Katrín Jak­obs­dótt­ir færi ekki fram. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

En Brynj­ar, þú hef­ur verið svo­lítið verið að veðja að und­an­förnu og þetta hef­ur reynst þér tals­vert upp­grip.

„Já ég ákvað að byrja þessi veðmál strax í janú­ar þegar eng­inn hélt að hún myndi fara fram því að hún þyrfti að bjarga þjóðinni og vera for­sæt­is­ráðherra. En ég vissi alltaf að hún myndi fara fram og ég get eig­in­lega opnað versl­un,“ seg­ir Brynj­ar.

Þú get­ur farið í sam­keppni við San­te og fleiri. En þú varst bú­inn að spá því í janú­ar en ég veit að þú hef­ur haldið því fram að hún hafi stefnt að þessu leynt og ljóst leng­ur.

„Ég held að hún hafi stefnt að þessu frá því að hún var ung­ling­ur, það er mitt mat, eða ung kona. En ég held að vísu að hún hafi ekki gert ráð fyr­ir að Guðni færi fyrr en eft­ir fjög­ur ár. En það er now or never eins og maður seg­ir á út­lensku og þá að hún hafi stokkið til,“ seg­ir Brynj­ar.

Viðtalið við Kol­brúnu og Brynj­ar má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is