Forsetafylgismenn dregnir í dilka

Nokkrir frambjóðendur hafa tekið forystu.
Nokkrir frambjóðendur hafa tekið forystu. mbl.is/Árni Sæberg

Þó enn séu tíu dag­ar þar til fram­boðsfrest­ur renn­ur út virðast flest­ir hafa fundið sér fram­bjóðanda; aðeins 8% eru óviss.

Aft­ur á móti blas­ir við að nokkr­ir fram­bjóðend­ur hafa tekið for­ystu, en viðbúið að all­nokkr­ir falli frá fram­boði á næstu dög­um og vik­um.

Að ofan get­ur að líta hlut­falls­legt fylgi fram­bjóðenda, þegar aðeins er litið til þeirra sem tóku af­stöðu, en jafn­framt eru vik­mörk fylgis­ins sýnd.

Til þess að segja fyr­ir um frek­ari þróun í kosn­inga­bar­átt­unni er fróðlegt að skoða grein­ingu á fylg­inu eft­ir hóp­um. Þannig má sjá nokk­urn mun á fremstu fram­bjóðend­um eft­ir bú­setu, sem ekki verður skýrður með því hvaðan þeir koma. Eins er eft­ir­tekt­ar­vert að kon­ur styðja Bald­ur frek­ar en karl­ar, en óveru­leg­ur kynjamun­ur á fylgi annarra fram­bjóðenda.

Þegar litið er til ald­urs ber mest á því hvað Jón Gn­arr höfðar til yngra fólks, en stuðning­ur­inn fjar­ar fljótt út með aldri. Katrín sæk­ir hins veg­ar mest til fólks á miðjum og besta aldri.

Póli­tík­us­ar í fram­boði

Sjálfsagt er þó at­hygl­is­verðast að skoða fylgið með til­liti til stjórn­mála­af­stöðu svar­enda. Þrír fyrr­ver­andi stjórn­mála­menn eru þar fremst­ir meðal jafn­ingja og ekki ósenni­legt að stjórn­mála­skoðanir kjós­enda gefi ein­hverj­ar vís­bend­ing­ar um kosn­inga­hegðun í for­seta­kjöri.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: