Íslenska ríkið dæmt brotlegt

Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson.
Magnús Davíð Norðdahl og Guðmundur Gunnarsson. Samsett mynd

Íslenska ríkið braut gegn rétti borg­ara til frjálsra kosn­inga sem og gegn meg­in­reglu um skil­virk réttar­úr­ræði í kosn­ing­un­um til Alþing­is árið 2021.

Þetta er niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu en dóm­ur­inn var kveðinn upp í morg­un.

Að mati dóms­ins var kjör­bréfa­nefnd­in hlut­læg og sann­gjörn í sinni at­hug­un en af­greiðsla alþing­is­manna var tal­in póli­tísk þar sem þeim var fengið vald til að ráða ör­lög­um sín­um sjálf­ir.

Málið á ræt­ur sín­ar í alþing­is­kosn­ing­um árið 2021, en þar voru þeir Guðmund­ur Gunn­ars­son og Magnús Davíð Norðdahl báðir fram­bjóðend­ur í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Guðmund­ur var fram­bjóðandi Viðreisn­ar og Magnús fram­bjóðandi Pírata.

Þeir kærðu fram­kvæmd kosn­ing­anna eft­ir að seinni taln­ing at­kvæða í Norðvest­ur­kjör­dæmi var lát­in standa.

Loka­töl­ur voru birt­ar að morgni sunnu­dags­ins eft­ir kosn­ing­ar, en eft­ir end­urtaln­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi á sunnu­dag­inn urðu tals­verðar svipt­ing­ar á út­hlut­un jöfn­un­ar­manna, sem varð meðal ann­ars til þess að Guðmund­ur datt út.

Dóm­stóll­inn dæmdi í morg­un þeim Guðmundi og Magnúsi í vil en í dómn­um kem­ur fram að ís­lenska ríkið hafi brotið gegn 3. grein 1. viðauka við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um rétt­inn til frjálsra kosn­inga og gegn 13. gr. Mann­rétt­inda­sátt­mál­ans um rétt­inn til raun­hæfs úrræðis til að leita rétt­ar síns.

Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir en niður­stöður stóðu

Eft­ir kosn­ing­arn­ar voru gerðar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við taln­ingu at­kvæða og vörslu kjör­gagna í Borg­ar­nesi fyr­ir Norðvest­ur­kjör­dæmi. Gagn­rýndu þeir meðal ann­ars að kjör­gögn hafi aðeins verið læst í saln­um á milli taln­inga, en að sal­ur­inn hafi ekki verið inn­siglaður, líkt og gert hafði verið í öðrum kjör­dæm­um.

Var málið bæði kært til lög­reglu og kjör­bréfa­nefnd­ar Alþing­is. Lög­regl­an vísaði mál­inu að lok­um frá, en niðurstaða und­ir­bún­ings­kjör­bréfa­nefnd­ar var að þrátt fyr­ir tals­verða ágalla væri ekk­ert sem benti til að þetta hefði haft áhrif á úr­slit kosn­ing­anna. Því skyldu úr­slit­in standa.

Alþingi samþykkti að lok­um kjör­bréf allra þing­manna með 42 at­kvæðum gegn fimm en 16 greiddu ekki at­kvæði.

„Taka ákv­arðanir og úr­sk­urða um sjálfa sig“

Hafa þeir Guðmund­ur og Magnús gagn­rýnt að sami aðili og hafi hag af óbreytt­um niður­stöðum kosn­inga taki ákvörðun um að samþykkja kjör­bréf­in.

„Ég held að það sé mik­il­vægt að fá ut­anaðkom­andi niður­stöðu í þetta mál þannig að það sé lagt mat á hvaða raun­veru­legu þýðingu það hef­ur þegar að Alþingi legg­ur bless­un sína yfir hrein og klár lög­brot í jafn mik­il­vægu ferli og kosn­ing­ar eru,“ sagði Guðmund­ur við mbl.is í nóv­em­ber 2021.

„Þeir eru að taka ákv­arðanir og úr­sk­urða um sjálfa sig. Þetta er löngu þekkt­ur galli sem við höf­um vitað af lengi en höf­um ekki gert neitt í til að laga. Það var vitað að á ein­hverj­um tíma­punkti myndi þessi tímasprengja springa í and­litið á okk­ur,“ sagði Guðmund­ur jafn­framt í viðtal­inu.

— — —

Frétt­in hef­ur verið leiðrétt. Magnús D. Norðdahl féll ekki af þingi við end­urtaln­ingu, hann náði aldrei kjöri. Hann kærði fram­kvæmd­ina sem odd­viti flokks síns á fram­boðslista.

mbl.is