Kepptust um að birta myndir af Vigdísi

Margir frambjóðendur til forseta Íslands óskuðu Vigdísi Finnbogadóttur til hamingju …
Margir frambjóðendur til forseta Íslands óskuðu Vigdísi Finnbogadóttur til hamingju með afmælið í gær. Samsett mynd

Frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, varð 94 ára í gær. Marg­ir for­setafram­bjóðend­ur nýttu tæki­færið og óskuðu henni til ham­ingju með af­mælið. Nokkr­ir fram­bjóðend­ur birtu sömu­leiðis mynd af sér með henni í til­efni dags­ins. 

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir

Ísdrottn­ing­in Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir óskaði Vig­dísi til ham­ingju með af­mælið. Hún birti sam­setta mynd af sér með Vig­dísi og benti sér­stak­lega á að hún og Vig­dís væru með sömu hár­greiðsluna. 

Halla Hrund Loga­dótt­ir 

Halla Hrund Loga­dótt­ir sagði Vig­dísi hafa verið fyr­ir­mynd alla tíð. Þá sagðist hún hafa leitað ráða hjá henni við upp­bygg­ingu á verk­efn­inu Stelp­ur styðja stelp­ur. Sagði hún einnig að mynd af Vig­dísi í Har­vard hafa veitt henni kjark. 

Halla Tóm­as­dótt­ir

Halla Tóm­as­dótt­ir óskaði Vig­dísi til ham­ingju með dag­inn. „Held það hafi ekki verið til­vilj­un að við sem stofnuðum Auði Capital gerðum það óaf­vit­andi (eða ekki?!) á af­mæl­is­degi henn­ar árið 2007,“ skrifaði Halla meðal ann­ars og birt mynd af sér með Vig­dísi. 

Jón Gn­arr

Jón Gn­arr birti mynd af sér í bleik­um jakka með Vig­dísi. „Til ham­ingju með fæðing­ar­dag­inn þinn ynd­is­lega Vig­dís,“ skrifaði Jón á In­sta­gram. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Jón Gn­arr (@jongn­arr)

Katrín Jak­obs­dótt­ir

Katrín Jak­obs­dótt­ir seg­ist síðast hafa hitt Vig­dísi í Loft­skeyta­stöðinni við Suður­götu á sýn­ingu um ævi og störf Vig­dís­ar. „Hún ber yf­ir­skrift­ina „Ljáðu mér vængi. Ævi og áhrif Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur“ og ég hvet öll til að heim­sækja hana,“ skrif­ar Katrín og birti mynd af sér og Vig­dísi. 

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir var 11 ára þegar Vig­dís var kjör­in for­seti Íslands. „Þá sum­arnótt, var ég í sveit­inni hjá ömmu Línu og þær vin­kon­urn­ar, Jó­hanna á Arn­ar­hóli og hún, vöktu spennt­ar yfir sjórn­varp­inu. það gerði ég líka því auðvitað fór það ekki fram hjá mér að þetta var merki­leg stund,“ skrifaði Stein­unn Ólína. 

mbl.is