Kolbrún: Eurovision er lágmenning

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í nýj­asta þætti Spurs­mála er Kol­brún Bergþórs­dótt­ir, bóka­gagn­rýn­andi og blaðamaður á Morg­un­blaðinu spurð út í það hvað henni finn­ist um þá ákvörðun Gísla Marteins Bald­urs­son­ar að lýsa ekki Eurovisi­on sem fram fer í Mal­mö í Svíþjóð seinna í vor.

    Hún tel­ur að góða fólkið sé mjög hrifið af ákvörðun­inni.

    Viðskipta­bönn og bann­setn­ing­ar virka ekki

    „Og þyki þetta eina rétta ákvörðunin. Ég hefði kannski verið á þess­ari skoðun ef ég væri þrítug. En með ár­un­um hef ég eig­in­lega kom­ist á þá skoðun á viðskipta­bönn og bann­setn­ing­ar virki mjög illa. Og svo er það ein­fald­lega þannig að maður verður að gera grein­ar­mun á rík­is­stjórn og fólk­inu í land­inu. Líka hér á landi þannig að ég held því fram að list sam­eini fólk. Ég harðneita því að ísra­elska þjóðin sé upp­full af vondu fólki. Það er bara bull.“

    En þú seg­ir að list­in sam­eini fólk, þú skil­grein­ir þetta sem list full­um fet­um?

    „Þetta er lág­menn­ing en hún á líka rétt á sér þótt við Brynj­ar séum ekki þar,“ seg­ir Kol­brún.

    En þetta verður ekki þægi­legt fyr­ir þann sem tek­ur að sér að lýsa út­send­ing­unni eft­ir allt sem á und­an er gengið. Hver tek­ur að sér slíkt óþurft­ar­verk?

    „Ég veit það ekki. Það verður ein­hver hug­rökk mann­eskja. Hún má virki­lega vera hug­rökk,“ seg­ir Kol­brún.

    „Það verða ein­hverj­ir fá­vit­ar bara,“ bæt­ir Brynj­ar við.

    Við erum alla vega með hug­mynd um það hvern við vilj­um fá í þetta verk.

    Viðtalið við Kol­brúnu og Brynj­ar Ní­els­son má sjá og heyra í heild sinni hér fyr­ir neðan:

    mbl.is