Niðurstaða MDE kallar á breytingar

Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður.
Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er ánægju­leg niðurstaða fyr­ir mína um­bjóðend­ur en á sama tíma býsna hryggi­leg, að það gangi dóm­ur hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um á broti á þess­ari kjarn­a­reglu lýðræðis­ríkja um frjáls­ar kosn­ing­ar.“

Þetta seg­ir Sig­urður Örn Hilm­ars­son, lögmaður þeirra Magnús­ar D. Norðdahl og Guðmund­ar Gunn­ars­son­ar sem fögnuðu fullnaðarsigri fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu gegn ís­lenska rík­inu.

Sam­kvæmt Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu braut íslenska ríkið gegn rétti borg­ara til frjálsra kosn­inga sem og gegn meg­in­reglu um skil­virk rétt­ar­úr­ræði í kosn­ing­un­um til Alþing­is árið 2021.

Niðurstaðan kom ekki á óvart

Sig­urður seg­ir niður­stöðuna vera í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið sem þeir tefldu fram í mál­inu bæði hér­lend­is og fyr­ir Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um.

„Það hefði verið skyn­sam­legt ef það hefði verið hlustað bet­ur á þeirra sjón­ar­mið strax í upp­hafi. Þannig hefði kannski verið hægt að draga úr og minnka áhrif­in af þeirri stöðu sem var upp kom­in.“

Sig­urður seg­ir það skipta máli í fram­hald­inu að all­ir sem eiga hlut að mál­inu, hvort sem það er lög­gjaf­inn eða ráðuneyt­in, gaum­gæfi þessa úr­lausn og vandi til verka þegar kem­ur að úr­vinnsl­unni. 

Niðurstaðan kom hon­um ekki á óvart. Hann og um­bjóðend­ur hans hefðu alltaf verið viss­ir um að ein­hverj­ir ann­mark­ar hefðu verið á fram­kvæmd kosn­ing­anna og töldu þeir nauðsyn­legt að fá úr því skorið og klára þannig málið. 

„Þetta hef­ur alltaf verið prinsipp­mál hjá mín­um um­bjóðend­um. Ég held að þeim hafi ekki fund­ist annað hægt en að láta á þetta reyna, gera það litla sem þeir þó gátu gert, og fara með málið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins. 

Alþing­is­menn skera sjálf­ir úr um kjör sitt

Spurður hvort dóm­ur­inn kalli á ein­hverj­ar breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá seg­ir Sig­urð svo vera. Hann seg­ir það reglu­verk sem er nú í gildi vera ósam­ræm­an­legt þeim meg­in­regl­um sem voru til skoðunar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um.

„Það geng­ur ekki til framtíðar að alþing­is­mönn­um sé falið að skera sjálf­ir úr um kjör sitt, sér­stak­lega þegar upp geta komið svona ágall­ar á kosn­ing­um.“ 

Dóm­ur­inn kall­ar á breyt­ing­ar

Þá seg­ir Sig­urður að for­sæt­is­ráðuneytið og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra hafi unnið að breyt­ing­um á stjórn­ar­skránni, þar með talið á grein­ar­gerð um alþingiskafla stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar eru til­lög­ur um breyt­ing­ar á þessu fyr­ir­komu­lagi þar sem lagt er til að úr­sk­urðar­valdið verði fært frá Alþingi til Hæsta­rétt­ar.

Spurður hvort hann telji það nauðsyn­legt í ljósi niður­stöðu dags­ins seg­ist hann eiga erfitt með að sjá hvað annað væri hægt að gera, en miklu máli skipti að vanda til verka. 

Varðandi næstu skref seg­ir Sig­urður þau verða að koma í ljós. Dóm­ur­inn hafi verið birt­ur í morg­un og nú taki við að rýna vel í niður­stöðuna og for­send­ur henn­ar. 

mbl.is