Strandveiðisjómenn hrekjast frá heimabyggð

Einar Sigurðsson á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið hafi átt að styrkja …
Einar Sigurðsson á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið hafi átt að styrkja byggð á öllu landinu, ekki aðeins á hluta þess. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Strand­veiðisjó­menn á Norður- og Aust­ur­landi telja sig tala fyr­ir dauf­um eyr­um en þeim þykir ljóst að strand­veiðikerfið sé gallað. Stran­veiðar á svæðinu séu ekki arðbær­ar á svæði C fyrr en siðla sum­ars.

„Auðvitað kjós­um við helst að geta gert út frá okk­ar heima­byggð en við sem fór­um frá Raufar­höfn með út­gerð okk­ar í fyrra erum nú í start­hol­un­um með hvað skuli gera. Mér finnst það gleym­ast í allri þess­ari umræðu um strand­veiðar að þær skipta ekki bara sjó­menn máli held­ur líka hafn­irn­ar sem þær eru stundaðar frá, strand­veiðikerfi er ætlað að styrkja sjáv­ar­byggðirn­ar allt í kring­um landið og á kerfið ekki þró­ast með þeim hætti sem það er í dag, þ.e.a.s. að beina allri út­gerð á einn eða tvo lands­hluta,“ seg­ir Ein­ar Sig­urðsson á Raufar­höfn í Morg­un­blaðinu í dag.

Reynsl­an sýn­ir að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag strand­veiða viðheld­ur ójafn­ræði milli lands­hluta, eins og sjó­menn á svæði C hafa margsinn­is nefnt. Leggja þeir til að öll­um bát­um verði út­hlutaður fast­ur daga­fjöldi til veiða.

Löndun á Þórshöfn á góðum sumardegi.
Lönd­un á Þórs­höfn á góðum sum­ar­degi. mbl.is/​Lín­ey Sig­urðardótt­ir

Smá­báta­sjó­menn á svæðinu telja kerfið meingallað og sagði Odd­ur Örvar þetta um málið: „Ég hef bar­ist í mörg ár fyr­ir breyt­ing­um á kerf­inu, tekið sam­an töl­fræði og upp­lýs­ing­ar, bent bæði sveit­ar­stjórn­um svæðis­ins sem og ráðherr­um á þessa mis­mun­un en all­ir hafa dauf­heyrst. Ég sé ekki ann­an kost en að fara burt, hef lög­skráð út­gerðina frá Húsa­vík til Bol­ung­ar­vík­ur, tekj­ur mín­ar hafa dreg­ist sam­an milli ára um meira en helm­ing eða 64% en slík­ur rekst­ur geng­ur ekki til lengd­ar. Það er galið að hafa op­inn pott en lokuð svæði.“

Í sama streng tek­ur Guðmund­ur Bald­urs­son frá Kópa­skeri en hann er nú flutt­ur til Þor­láks­hafn­ar og ger­ir út frá Sand­gerði.

„Það var annaðhvort að hætta al­veg og selja eða flytja burt, kerfið á sinn þátt í því. Það vant­ar sann­girni í þetta; ef hug­mynd­in er sú að strand­veiðar eigi að vera byggðastyrkj­andi verk­efni þá er það núna bara fyr­ir hluta af land­inu, ekk­ert mið er tekið af aðstæðum hvers lands­hluta. Júní er yf­ir­leitt ónýt­ur hér, maður rétt veiðir í soðið og í maí er nán­ast allt steindautt. Strand­veiðar í ein­um potti hafa snú­ist upp í það að bara sé hægt að gera út frá einu svæði við landið enda sýn­ir töl­fræðin að svæði C ber skarðan hlut frá borði á landsvísu.“

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: