Heiðarleiki og einlægni mikilvægar dyggðir forseta

Í könnuninni, sem fram fór dagana 9.-14. apríl, var spurst …
Í könnuninni, sem fram fór dagana 9.-14. apríl, var spurst fyrir um tólf eiginleika, en svarendur máttu haka við allt að fimm þeirra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokk­ur eind­rægni er um það hvaða dyggðir og eig­in­leik­ar séu mik­il­væg­ast­ir í fari for­seta Íslands, sam­kvæmt könn­un Pró­sents fyr­ir Morg­un­blaðið og mbl.is.

Þar er heiðarleik­inn efst á blaði, en síðan koma ein­lægni og vilj­inn til þess að hlusta á sjón­ar­mið annarra og þar á eft­ir góð þekk­ing á stjórn­skip­an lands­ins.

Í könn­un­inni, sem fram fór dag­ana 9.-14. apríl, var spurst fyr­ir um tólf eig­in­leika, en svar­end­ur máttu haka við allt að fimm þeirra.

Svör­in segja sitt um hvað al­menn­ing­ur tel­ur mik­il­væg­ast í fari for­seta, en ugg­laust segja þau líka mikið um svar­end­urna sjálfa.

Þegar svör­in eru skoðuð með hliðsjón af því hvaða fram­bjóðanda menn kjósa helst, hvaða flokk þeir styðja, eft­ir ald­urs­hóp­um, kynj­um eða öðru, er sjaldn­ast veru­leg­ur mun­ur á af­stöðunni og áhersla á heiðarleika mik­il­væg­ust meðal stuðnings­manna allra fram­bjóðenda.

Þó er auðvelt að sjá að stuðnings­menn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur leggja mikið upp úr reynslu og þekk­ingu, en fylg­is­menn Bald­urs Þór­halls­son­ar gefa lítið fyr­ir reynsl­una. Stuðnings­mönn­um beggja þykir þekk­ing á stjórn­skip­an lands­ins mik­il­væg, en fylgj­end­ur Jóns Gn­arrs telja það ekki eiga að vega þungt.

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: