Katrín Jakobsdóttir mætir á föstudag

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrum forsætisráðherra verður viðmælandi Stefáns Einars …
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi og fyrrum forsætisráðherra verður viðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum næstkomandi föstudag, þann 19. apríl. mbl.is/Arnþór Birkisson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um und­ir stjórn Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar.

Þátt­ur­inn verður sýnd­ur í beinu streymi hér á mbl.is næst­kom­andi föstu­dag kl. 14.

Ákvörðun Katrín­ar um að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands hef­ur valdið tals­verðu fjaðrafoki í sam­fé­lag­inu und­an­farið og ekki síst í hinu póli­tíska um­hverfi. 

Í ávarpi sínu til fram­boðsins sagði Katrín mik­il­vægt að þjóðar­höfðingj­ar á borð við for­seta skilji gang­verk stjórn­mála og sam­fé­lags og séu fær­ir um að gæta hags­muna þjóðar sinn­ar á alþjóðavett­vangi. Taldi hún ára­tuga­langa reynslu sína í stjórn­mál­um geta nýst vel í embætti for­seta. Því hafi hún látið und­an þrýst­ingi og ákveðið að bjóða sig fram. 

Þrátt fyr­ir að mikið hafi farið fyr­ir fram­boði Katrín­ar síðustu daga og hún notið stuðnings víðs veg­ar úr sam­fé­lag­inu þykir mörg­um spurn­ing­um ósvarað varðandi henn­ar póli­tíska fer­il. Hvort tveggja í fortíð og framtíð og hver hug­sjón henn­ar til for­seta­embætt­is­ins er.

Ekki missa af Spurs­mál­um næst­kom­andi föstu­dag þar sem stóru mál­in verða rædd með af­drátt­ar­laus­um hætti. 

Í spil­ar­an­um hér að neðan má heyra og sjá þátt Spurs­mála í síðustu viku. Þátt­ur­inn er öll­um aðgengi­leg­ur hér á mbl.is, Spotify og Youtu­be

mbl.is