Samfélagsspor Síldarvinnslunnar yfir 10 milljarðar

Rekstur Síldarvinnslunnar er umsvifamikill og var samfélagsspor samstæðunnar meira en …
Rekstur Síldarvinnslunnar er umsvifamikill og var samfélagsspor samstæðunnar meira en tíu milljarðar króna á síðasta ári. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

Sam­fé­lags­spor starf­semi Síld­ar­vinnsl­unn­ar nam 10.619 millj­ón­um króna á síðasta ári. Um er að ræða rúm­lega 10% stærra sam­fé­lags­spor en árið 2022 og tæp 60% stærra en 2021, en það ár er rekst­ur dótt­ur­fé­lags­ins Vís­is ekki reiknað með þar sem það var ekki hluti af sam­stæðunni.

Þetta má lesa úr gögn­um sem birt eru í sam­fé­lags­skýrslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, en með sam­fé­lags­spori er átt við öll op­in­ber gjöld og skatta sem greidd­ir eru til hins op­in­bera vegna starf­semi fé­lags­ins.

Sam­an­lagt greiddi Síld­ar­vinnsl­an 6.303 millj­ón­ir króna í skatta og gjöld á síðasta ári og voru inn­heimt­ar 4.316 millj­ón­ir af starfs­fólki og hlut­höf­um.

mbl.is