Ánægður með nýja Sigrúnu Björk ÞH

Haukur Eiðsson var ánæðgur með aflann í fyrsta róðri á …
Haukur Eiðsson var ánæðgur með aflann í fyrsta róðri á Sigrúnu Björk ÞH. mbl.is/Hafþór

Ágæt­is blíða var þegar nýj­asti bát­ur Hús­vík­inga, Sigrún Björk ÞH, lét úr höfn síðastliðinn sunnu­dag í sína fyrstu veiðiferð. Réri skip­stjór­inn Hauk­ur Eiðsson út með Tjör­nesi og er óhætt að segja að vel hafi fisk­ast á hand­fær­in.

Hauk­ur kom til hafn­ar að mánu­dags­morgni með öll kör full. „Ég er bú­inn að fara einn fær­aróður og fékk 2,7 tonn af væn­um þorski. Þetta var um tíu tíma róður. Þetta var bara gam­an, fyrsti fær­aróður­inn hjá manni og gekk bara mjög vel,“ er haft eft­ir hann í Morg­un­blaðinu í dag.

Sigrún Björk ÞH var smíðuð af Vík­ing­bát­um í Reykja­vík fyr­ir út­gerðina Dodda ehf. sem Hauk­ur rek­ur ásamt eig­in­konu sinni Unni Sig­urðardótt­ur. Um er að ræða bát af gerðinni Sómi 990 og er hann 9,9 metr­ar að lengd og 7,93 brútt­ót­onn.

Bát­ur­inn kom til heima­hafn­ar á Húsa­vík í fyrsta sinn 4. apríl síðastliðinn en hjón­in eru vön út­gerð og gerðu um ára­bil út línu­beitn­inga­vél­bát, síðast Karólínu ÞH sem seld var til Nor­egs um mitt síðasta ár. „Það er bara verið að hægja á sér, er bú­inn að vera 20 ár á lín­unni. Við höf­um átt þrjá báta en við hjón­in ger­um bara út þenn­an bát núna.“

Stækk­andi þorsk­ur

Borið hef­ur á óvenju­stór­um þorski inn­an 12 mílna í vet­ur á Aust­fjörðum og suður með landi. Spurður hvort hann hafi orðið var við slíkt fyr­ir norðan seg­ir Hauk­ur margt benda til þess að þorsk­ur­inn sé orðinn mun stærri en hann var.

„Ég hafði ekki farið á sjó í rúmt ár fyrr en núna, en á þess­um 20 árum sem ég var á lín­unni fór meðalþyngd­in úr þrem­ur kíló­um upp í fimm á þess­um svæðum. Við byrjuðum 2003 og frá þeim tíma stækkaði fisk­ur­inn um tvö kíló.“

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: