Bubbi: Reynsla Katrínar ómetanleg

„Að hafa forseta á Bessastöðum með alla þá reynslu sem …
„Að hafa forseta á Bessastöðum með alla þá reynslu sem Katrín Jakobsdóttir hefur er ómetanlegt,“ skrifar Bubbi. Samsett mynd

Tón­list­armaður­inn Ásbjörn Mort­hens, bet­ur þekkt­ur sem Bubbi, fer fögr­um orðum um Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­setafram­bjóðanda og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann seg­ir Katrínu hafa allt sem góðan for­seta megi prýða, hvort sem það séu gáf­ur eða þekk­ing á póli­tísk­um innviðum.

Þá hafi Katrín sinnt embætti for­sæt­is­ráðherra frá­bær­lega þegar vá­leg­ir tím­ar skullu á, nefn­ir hann bæði Covid-tím­ann og elds­um­brot­in á Reykja­nesskaga.

„Við skul­um tala ís­lensku. Hún er frá­bær í sam­skipt­um og kann þá list öðrum bet­ur að miðla ólík­um stefn­um og sætta ólík sjón­ar­mið. Hún er gríðarlega vel kynnt úti í heimi og eins og heims­ástandið er þá þurf­um við líka for­seta sem þekk­ir lyk­ilfólk í Evr­ópu per­sónu­lega,“ skrif­ar Bubbi og held­ur áfram:

„Að hafa for­seta á Bessa­stöðum með alla þá reynslu sem Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur er ómet­an­legt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: