Hafa kortlagt um sex þúsund ferkílómetra

Ólafur P. Steingrímsson stýrimaður í brúnni á Árna Friðrikssyni. Skipið …
Ólafur P. Steingrímsson stýrimaður í brúnni á Árna Friðrikssyni. Skipið sinnir nú fjölgeislamælingum á hafsbotni vestur af landinu. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Árni Friðriks­son, rann­sókn­ar­skip Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar, er nú miðunum vest­ur af land­inu. Þar er unnið að því að kort­leggja hafs­botn­inn, nán­ar til tekið er nú verið að mæla svæði vest­an Jök­ul­banka og eru veður­skil­yrði hag­stæð.

Mæl­ing­in er liður í þrett­ánda fjöl­geislaleiðangri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar en sér­takt átaks­verk­efni um kort­lagn­ingu Hafs­botns­ins hef­ur staðið yfir um nokk­urt skeið. Um 40% af hafs­botni inn­an lög­sögu Íslands hef­ur verið fjöl­geislamæld­ur en mark­mið er um að ná að hafa mælt 65% hans árið 2029.

Á svæðinu sem Árni Friðriks­son er nú ein­kenn­ist hafs­born­inn af hallandi land­grunns­hlíð vest­ur­lands með til­heyr­andi set­skriði, eðju­straum­um, far­veg­um og skriðusár­um, að því er seg­ir í færslu á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Leiðang­ur­inn hófst 9. apríl og á leiðinni frá Vest­manna­eyj­um vest­ur fyr­ir Reykja­nes­hrygg, var hafs­botn­inn kortlagður á Reykja­nes­grunni, Faxa­banka og Jök­ul­djúpi. Þrátt fyr­ir norð-norðvest­an hvassviðri og mikla brælu hef­ur tek­ist að safna dýp­is­mæl­ing­um um 5.996 fer­kíló­metr­um.

„Tign­ar­leg­asta jarðfræðiaf­brigðið á þessu svæði er um 450 metra hár norðaust­ur – suðvest­ur hrygg­ur sem þver­ar allt mæl­inga­svæðið en end­ar skyndi­lega við land­grunns­hlíðina 27,25° V. Haf­skorp­an á þessu svæði er lík­leg­ast um 13 – 15 millj­ón ára göm­ul hul­in þykk­um set­bunk­um og ber um­merki um mikla eld­virkni í formi sæfjalla (e. seamounts), hryggja (e. ridges) og keilu­fjalla, svipuð þeim sem fyrst voru mæld með fjöl­geislamæli árið 2009 í Keilu­djúpi. Þessi eld­virkni hef­ur lík­lega átt sér stað sam­hliða virkni á Vest­fjarðarek­belt­inu fyr­ir um það bil 15 millj­ón árum síðan,“ seg­ir í færsl­unni.

Norðaustur – suðvestur hryggurinn er um 450 metra hár.
Norðaust­ur – suðvest­ur hrygg­ur­inn er um 450 metra hár. Ljós­mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un

Þá er í færsl­unni vísað í leiðang­urs­skýrslu A200907 eft­ir Guðrúnu Helga­dótt­ur. Þar seg­ir:

„Árið 2009 voru kortlagðir um 2.700 km2 á djúp­slóð á lítt þekktu veiðisvæði. For­send­ur leiðang­urs­ins voru að ljúka við kort­lagn­ingu á ein­um feng­sæl­ustu fiski­miðum lands­ins, Nes­djúp. Tveim­ur síðustu sóla­hring­um leiðang­urs­ins, 18. – 19. júní 2009, var hið fyrr­nefnda svæði kort­lagt sem var nefnt af leiðang­urs­fólki Keilu­djúp, en ábend­ing­ar höfðu feng­ist frá skip­stjóra á grá­lúðuveiðum um strýtu­laga fyr­ir­bær. Ábend­ing­ar um strýt­ur á hafs­botn­in­um reynd­ust sann­ar­lega vera rétt­ar. Fyr­ir­bær­in fund­ust á 900-1300 metra dýpi við ræt­ur land­grunns­ins um 100 sjó­míl­ur vestsuðvest­ur af Snæ­fellsnesi. Keil­urn­ar eru 40-200 metra háar. Á norðan­verðu mæl­inga­svæðinu fannst 450 metra hátt reglu­lega lagað fjall með til­tölu­lega flöt­um gíg á topp­in­um.“

Keilufjöll
Keilu­fjöll Ljós­mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un
Sæfjöll og hryggir
Sæfjöll og hrygg­ir Ljós­mynd/​Haf­rann­sókna­stofn­un
mbl.is