Aðeins ein leið fær í Grindavíkurmálum

Grindvíkingar hafa átt við ramman reip að draga í vetur …
Grindvíkingar hafa átt við ramman reip að draga í vetur og orðið fyrir stórtjóni, andlegu sem veraldlegu. Þeir sitja nú margir hverjir fastir í eignakaupakeðjum og hefur verið rætt um að seljendur fasteigna hækki verðið um milljónir til að hagnast á ógæfu þeirra. Fasteignasali telur eina lausn borðleggjandi í málinu. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er gríðarlega flókið verk­efni sem [Fast­eigna­fé­lagið] Þórkatla tek­ur á sig og þetta hef­ur aldrei verið gert áður,“ seg­ir Hann­es Stein­dórs­son, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá fast­eigna­söl­unni Lind, í sam­tali við Morg­un­blaðið um gang fast­eigna­mála Grind­vík­inga og legg­ur til það sem hann tel­ur vera einu tæku lausn máls­ins.

Örn Viðar Skúla­son fram­kvæmda­stjóri Þór­kötlu ræddi við mbl.is í gær og gerði grein fyr­ir sjón­ar­miðum fyr­ir­tæk­is­ins. Sagði hann það full­kom­lega skilj­an­legt að þol­in­mæði Grind­vík­inga væru tak­mörk sett, en í mörg horn væri að líta, verk­efnið í Grinda­vík væri flókn­ara en hefðbund­in fast­eignaviðskipti þar sem Þórkatla þyrfti að fást við 18 ólíka lán­ar­drottna auk þess sem gæta yrði að því að lög­un­um væri fylgt.

Ekki bara fyr­ir Grind­vík­inga

„Hug­mynda­fræðin var að þing­lýsa ra­f­rænt til að ein­falda fyr­ir selj­end­ur,“ seg­ir Hann­es fast­eigna­sali. „Það er ekki hægt, þar er eitt­hvert flækj­u­stig sem ég þekki ekki en sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem ég hef er hægt að þing­lýsa kaup­samn­ingi þar sem eru eng­in lán, en málið vand­ast þar sem eru áhvílandi lán frá bönk­um og svo skilst mér að málið sé enn flókn­ara með líf­eyr­is­sjóðina,“ seg­ir fast­eigna­sal­inn.

Hannes Steindórsson er löggiltur fasteignasali sem hefur fimm Grindvíkinga í …
Hann­es Stein­dórs­son er lög­gilt­ur fast­eigna­sali sem hef­ur fimm Grind­vík­inga í nú­ver­andi viðskipta­vina­hópi. Hann fer ekki í graf­göt­ur með það sem hann tel­ur einu lausn­ina í mál­efn­um bæj­ar­fé­lags sem varð illa úti í ham­förum sem lík­lega mun ekki sjá fyr­ir end­ann á næstu árin. Ljós­mynd/​Aðsend

Þessi flösku­háls sé helsta vanda­málið en eins og Hann­es skrifaði á Face­book í gær er ekki hægt að láta fólk bíða leng­ur. „Ég veit sjálf­ur um fullt af fólki sem er búið að missa af eign­um, þetta er ekki bara fyr­ir Grind­vík­inga, það eru kannski fimm-sex eigna keðjur og all­ar hinar fjöl­skyld­urn­ar eru líka að bíða. Lausn­in er ekki til staðar, það er ekki hægt að þing­lýsa þessu ra­f­rænt í dag. Hvað á þá að gera?“ spyr Hann­es.

Hann svar­ar spurn­ing­unni sjálf­ur og tel­ur aðeins um eina lausn að ræða. „Fólkið vant­ar pen­ing núna, það er að missa eign­irn­ar núna, keðjurn­ar eru að slitna núna. Ríkið á Lands­bank­ann. Af hverju get­ur Lands­bank­inn ekki brúað bilið í kannski fimm vik­ur svo að fólk sé ekki heim­il­is­laust? Það er ekki eins og verið sé að taka ein­hverja áhættu, þess­ir pen­ing­ar koma,“ seg­ir Hann­es.

En þetta er ekki þannig

„Þetta er eina lausn­in, það er eng­in önn­ur lausn. Eft­ir þrjár vik­ur eru 200 Grind­vík­ing­ar til viðbót­ar að missa eign­ir sín­ar. Við get­um ekki boðið upp á það eft­ir all­an þann harm­leik sem fólk hef­ur gengið í gegn­um. Þetta er ekki flókið en um leið mjög flókið. Tækn­in virðist ekki vera til staðar og þá er eina leiðin að brúa bilið með þess­um hætti,“ held­ur hann áfram.

Aðspurður kveður Hann­es fimm Grind­vík­inga vera í sín­um viðskipta­manna­hópi og fimm mis­mun­andi eign­ir þar und­ir. „Þeir eru all­ir í biðstöðu og vilja all­ir klára þetta. Þú ert kannski með fimm eigna keðju. Fyrsti aðil­inn þarf að samþykkja mánaðarfrest, ann­ar líka, og það þurfa all­ir að vera sam­stíga, fimm fjöl­skyld­ur, svo að þetta klikki ekki – sum­ir bara geta þetta ekki. Mín loka­orð eru bara þessi: Ef all­ir væru komn­ir með heim­ili og það væru eng­in vanda­mál þá skipti engu þótt pen­ing­arn­ir kæmu eft­ir einn eða tvo mánuði. En þetta er ekki þannig,“ seg­ir Hann­es Stein­dórs­son fast­eigna­sali að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: