American Idol-keppandi fannst látinn

Mandisa átti farsælan tónlistarferil að lokinni keppni.
Mandisa átti farsælan tónlistarferil að lokinni keppni. Samsett mynd

Banda­ríska söng­kon­an Mandisa Lynn Hundley, best þekkt fyr­ir þátt­töku sína í fimmtu þáttaröð American Idol, lést í gær, fimmtu­dag. Hún var 47 ára göm­ul.

Hundley, sem endaði í 9. sæti í hæfi­leika­keppn­inni, fannst lát­in á heim­ili sínu í Nashville. Óvíst er hvernig and­lát henn­ar bar að en hún greindi frá bar­áttu sinni við þung­lyndi í sjón­varps­viðtali við ABC frétta­stöðina árið 2017.

Hundley keppti meðal ann­ars á móti Chris Daug­h­try, Kat­her­ine McP­hee og Tayl­or Hicks í fimmtu þáttaröð American Idol. Hicks stóð uppi sem sig­ur­veg­ari.

mbl.is