Hvers konar forseti hyggst Katrín verða?

Katrín Jakobsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ásdís Kristjánsdóttir ræða stóru málin …
Katrín Jakobsdóttir, Börkur Gunnarsson og Ásdís Kristjánsdóttir ræða stóru málin í Spursmálum undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Samsett mynd

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóðandi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, sit­ur fyr­ir svör­um í næsta þætti af Spurs­mál­um sem verður sýnd­ur á mbl.is klukk­an 14 í dag.

Fram­boð Katrín­ar til embætt­is for­seta Íslands hef­ur alls ekki verið óum­deilt. Í þætt­in­um verður krefj­andi spurn­ing­um beint að Katrínu og knúið á um svör með hvaða hætti hún hyggst gegna embætt­inu nái hún kjöri og hvaða áhrif henn­ar stjórn­mála­fer­ill geti haft á þá veg­ferð.

Síðustu daga hef­ur fjör færst í leik­ana á meðal þeirra fjög­urra fram­bjóðenda sem mælst hafa með mest fylgi sam­kvæmt nýj­ustu skoðana­könn­un­um. Rýnt verður í töl­urn­ar og lagt mat á hvaða þýðingu þær geti haft fyr­ir fram­boð Katrín­ar.

Frétt­ir vik­unn­ar  

Auk Katrín­ar mæta þau Börk­ur Gunn­ars­son, kvik­mynda­gerðarmaður og fyrr­um upp­lýs­inga­full­trúi þjálf­un­ar­sveita NATO, og Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, í settið og rýna helstu frétt­ir líðandi viku.

Bú­ast má við að upp­lýs­andi umræða skap­ist um átök­in sem eiga sér stað fyr­ir botni Miðjarðar­hafs.

Þá verður þróun rík­is­fjár­mál­anna einnig til umræðu. Þau mál brenna oft­ar en ekki á land­an­um enda um stórt hags­muna­mál þjóðar­inn­ar að ræða.

Vertu viss um að fylgj­ast með Spurs­mál­um hér á mbl.is alla föstu­daga kl. 14.

mbl.is